Innlent

Handtekinn eftir að hafa barið þrjá til óbóta á bar

Karlmaður á miðjum aldri lenti í átökum við þrjá unga menn á veitingahúsi í miðborginni laust eftir miðnætti, sem lyktaði svo að ungu mennirnir lágu allir sárir eftir og þurfti að flytja einn þeirra með sjúkrabíl á slysadeild.

Hann hafði meðal annars handleggsbrotnað í átökunum, en hinir voru minna meiddir. Lögregla yfirbugaði og handtók manninn og vistaði í fangageymslum.

Tildrög að átökunum eru óljós, en skýrast væntanlega í dag, þegar hægt verður að yfirheyra þann, sem nú sefur úr sér ölvímuna í steininum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×