Ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir ferðamenn á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 20. janúar 2014 07:00 Ferðamenn leita ævintýra víða og því fylgja slys með tilheyrandi hættu fyrir björgunarfólk, auk mikils kostnaðar. Fréttablaðið/vilhelm Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira