Korter í kosningar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 20. janúar 2014 00:00 Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Engin greinargerð fylgdi samþykktinni með til dæmis ítarlegri kostnaðargreiningu, tekjuleiðum, áætlunum eða mati á áhrifum alls þessa á bæjarsjóð. Ljóst er þó að samþykktin felur í sér útgjöld upp á að minnsta kosti þrjá milljarða þótt tillöguflytjendur séu í þessum töluðum orðum að reyna að skrúfa þá tölu niður á harðahlaupum sínum undan sinni eigin samþykkt. Ég hef í störfum mínum sem bæjarstjóri Kópavogs lagt ríka áherslu á vel sé vandað til verka enda kennir sagan okkur (og þarf þá ekki að leita langt aftur í tímann) að óvandaðar, ófaglegar og fljótfærnislegar ákvarðanir um stórauknar skuldsetningar, útgjöld og ég tala nú ekki um innistæðulaus loforð korteri fyrir kosningar, geta komið okkur á kaldan klaka. Einmitt af þessum sömu ástæðum hefur löggjafinn takmarkað svigrúm sveitarstjórna til að víkja frá þegar samþykktum fjárhagsáætlunum nema fyrir liggi viðauki þar sem m.a. sé gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi fyrirséðum útgjöldum. Enginn slíkur viðauki fylgdi umræddri samþykkt og þess vegna hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfest að hún er ólögleg. Það er í samræmi við það sem ég hef sagt frá upphafi þótt Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kunni að skella skollaeyrum við því og telji þar með fráleitt að sveitarfélög fylgi vönduðum stjórnsýsluháttum. Þar fyrir utan er fylgst grannt með fjármálum Kópavogsbæjar af nefnd um eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna og hefur bærinn lagt fram áætlanir langt fram í tímann sem sýna hvernig hann hyggst koma skuldahlutfallinu niður fyrir lögleg og viðunandi mörk. Samþykktin setur allar þær áætlanir í uppnám. Að framansögðu ætti því ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hafi fært horfur á lánshæfismati bæjarins úr stöðugum í neikvæðar – nema kannski Guðríði Arnardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Engin greinargerð fylgdi samþykktinni með til dæmis ítarlegri kostnaðargreiningu, tekjuleiðum, áætlunum eða mati á áhrifum alls þessa á bæjarsjóð. Ljóst er þó að samþykktin felur í sér útgjöld upp á að minnsta kosti þrjá milljarða þótt tillöguflytjendur séu í þessum töluðum orðum að reyna að skrúfa þá tölu niður á harðahlaupum sínum undan sinni eigin samþykkt. Ég hef í störfum mínum sem bæjarstjóri Kópavogs lagt ríka áherslu á vel sé vandað til verka enda kennir sagan okkur (og þarf þá ekki að leita langt aftur í tímann) að óvandaðar, ófaglegar og fljótfærnislegar ákvarðanir um stórauknar skuldsetningar, útgjöld og ég tala nú ekki um innistæðulaus loforð korteri fyrir kosningar, geta komið okkur á kaldan klaka. Einmitt af þessum sömu ástæðum hefur löggjafinn takmarkað svigrúm sveitarstjórna til að víkja frá þegar samþykktum fjárhagsáætlunum nema fyrir liggi viðauki þar sem m.a. sé gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi fyrirséðum útgjöldum. Enginn slíkur viðauki fylgdi umræddri samþykkt og þess vegna hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfest að hún er ólögleg. Það er í samræmi við það sem ég hef sagt frá upphafi þótt Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kunni að skella skollaeyrum við því og telji þar með fráleitt að sveitarfélög fylgi vönduðum stjórnsýsluháttum. Þar fyrir utan er fylgst grannt með fjármálum Kópavogsbæjar af nefnd um eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna og hefur bærinn lagt fram áætlanir langt fram í tímann sem sýna hvernig hann hyggst koma skuldahlutfallinu niður fyrir lögleg og viðunandi mörk. Samþykktin setur allar þær áætlanir í uppnám. Að framansögðu ætti því ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hafi fært horfur á lánshæfismati bæjarins úr stöðugum í neikvæðar – nema kannski Guðríði Arnardóttur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar