Korter í kosningar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 20. janúar 2014 00:00 Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Engin greinargerð fylgdi samþykktinni með til dæmis ítarlegri kostnaðargreiningu, tekjuleiðum, áætlunum eða mati á áhrifum alls þessa á bæjarsjóð. Ljóst er þó að samþykktin felur í sér útgjöld upp á að minnsta kosti þrjá milljarða þótt tillöguflytjendur séu í þessum töluðum orðum að reyna að skrúfa þá tölu niður á harðahlaupum sínum undan sinni eigin samþykkt. Ég hef í störfum mínum sem bæjarstjóri Kópavogs lagt ríka áherslu á vel sé vandað til verka enda kennir sagan okkur (og þarf þá ekki að leita langt aftur í tímann) að óvandaðar, ófaglegar og fljótfærnislegar ákvarðanir um stórauknar skuldsetningar, útgjöld og ég tala nú ekki um innistæðulaus loforð korteri fyrir kosningar, geta komið okkur á kaldan klaka. Einmitt af þessum sömu ástæðum hefur löggjafinn takmarkað svigrúm sveitarstjórna til að víkja frá þegar samþykktum fjárhagsáætlunum nema fyrir liggi viðauki þar sem m.a. sé gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi fyrirséðum útgjöldum. Enginn slíkur viðauki fylgdi umræddri samþykkt og þess vegna hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfest að hún er ólögleg. Það er í samræmi við það sem ég hef sagt frá upphafi þótt Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kunni að skella skollaeyrum við því og telji þar með fráleitt að sveitarfélög fylgi vönduðum stjórnsýsluháttum. Þar fyrir utan er fylgst grannt með fjármálum Kópavogsbæjar af nefnd um eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna og hefur bærinn lagt fram áætlanir langt fram í tímann sem sýna hvernig hann hyggst koma skuldahlutfallinu niður fyrir lögleg og viðunandi mörk. Samþykktin setur allar þær áætlanir í uppnám. Að framansögðu ætti því ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hafi fært horfur á lánshæfismati bæjarins úr stöðugum í neikvæðar – nema kannski Guðríði Arnardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Engin greinargerð fylgdi samþykktinni með til dæmis ítarlegri kostnaðargreiningu, tekjuleiðum, áætlunum eða mati á áhrifum alls þessa á bæjarsjóð. Ljóst er þó að samþykktin felur í sér útgjöld upp á að minnsta kosti þrjá milljarða þótt tillöguflytjendur séu í þessum töluðum orðum að reyna að skrúfa þá tölu niður á harðahlaupum sínum undan sinni eigin samþykkt. Ég hef í störfum mínum sem bæjarstjóri Kópavogs lagt ríka áherslu á vel sé vandað til verka enda kennir sagan okkur (og þarf þá ekki að leita langt aftur í tímann) að óvandaðar, ófaglegar og fljótfærnislegar ákvarðanir um stórauknar skuldsetningar, útgjöld og ég tala nú ekki um innistæðulaus loforð korteri fyrir kosningar, geta komið okkur á kaldan klaka. Einmitt af þessum sömu ástæðum hefur löggjafinn takmarkað svigrúm sveitarstjórna til að víkja frá þegar samþykktum fjárhagsáætlunum nema fyrir liggi viðauki þar sem m.a. sé gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi fyrirséðum útgjöldum. Enginn slíkur viðauki fylgdi umræddri samþykkt og þess vegna hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfest að hún er ólögleg. Það er í samræmi við það sem ég hef sagt frá upphafi þótt Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kunni að skella skollaeyrum við því og telji þar með fráleitt að sveitarfélög fylgi vönduðum stjórnsýsluháttum. Þar fyrir utan er fylgst grannt með fjármálum Kópavogsbæjar af nefnd um eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna og hefur bærinn lagt fram áætlanir langt fram í tímann sem sýna hvernig hann hyggst koma skuldahlutfallinu niður fyrir lögleg og viðunandi mörk. Samþykktin setur allar þær áætlanir í uppnám. Að framansögðu ætti því ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hafi fært horfur á lánshæfismati bæjarins úr stöðugum í neikvæðar – nema kannski Guðríði Arnardóttur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar