Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:47 Logi Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti