Lífið

Stundar líkamsrækt með syninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Miranda Kerr segir að heilsusamlegt líferni hennar hafi jákvæð áhrif á son hennar og leikarans Orlando Bloom, Flynn, þriggja ára.

„Hann bað um að fá að gera „smoothie um daginn. Síðan sagði hann við mig: „Þessi drykkur er fyrir þig. Hann er fullur af andoxunarefnum. Hann er þriggja ára, hvernig veit hann þetta? Hann hefur greinilega heyrt mig tala um þetta,“ segir Miranda.

Hún bætir við að hún stundi líka líkamsrækt með Flynn litla.

„Við erum alltaf dansandi, hann elskar það. Það er eitt af hans uppáhalds hlutum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.