Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 08:30 Tómas Heiðar er sjóðheitur með Þórsurum. Vísir/Vilhelm Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Hart tekist á og enginn Benni Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Sjá meira
Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Hart tekist á og enginn Benni Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti