100 ár af kosningarétti Auður Styrkársdóttir skrifar 11. desember 2014 00:00 Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi (fyrirlesturinn má nálgast á heimasíðunni www.baekur.is og slá þar inn nafn Bríetar). Margt hefur að sönnu breyst frá árinu 1887. Það hefur þó komið þeim sem undirbúa flutninginn á óvart hversu margt er enn óbreytt og ógert. Það er full ástæða til að leggja leið sína í Iðnó þann 30. desember kl. 16. Allir eru velkomnir (gegn vægu gjaldi), en húsrými er takmarkað. Missið ekki af þessum upptakti! Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því Kristján konungur X skrifaði undir lög frá Alþingi sem færðu konum kosningarétt til Alþingis, mjög takmarkaðan að vísu, en langþráðan. Þetta gerðist þann 19. júní 1915 og alla tíð síðan hefur sá dagur verið sérstakur kvenréttindadagur. Þessa stórviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti. Alþingi hefur samþykkt að láta um 100 milljónir rakna til afmælishaldsins. Sérstök framkvæmdanefnd, sem kjörin var á almennum kvennafundi í september 2013, hefur haft veg og vanda af að velja afmælisverkefni. Auk upptaktsins í Iðnó þann 30. desember eru verkefnin þessi:1) Safnasýningar Höfuðsöfn landsins munu setja upp sérstakar sýningar. Í Landsbókasafni opnar sýning 16. maí 2015 er fjallar um sögu og þróun kosningaréttarins. Í Listasafni Íslands opnar sýningin „Áhrifakonur í íslenskri myndlist“ þann 30. janúar, og sýning helguð Nínu Tryggvadóttur opnar 12. september. Þjóðminjasafnið heldur sýningu sem nefnist „Konur í 100 ár“ auk þess sem farið verður yfir grunnsýningu safnsins með kynjagleraugum.2) Hátíðahöld á Austurvelli Sérstakur hátíðaþingfundur verður í Alþingishúsinu fyrir hádegi þann 19. júní 2015. Húsið verður opið almenningi þennan dag og þar verður sérstök sýning með leiðsögn. Eftir hádegi verður efnt til almennrar hátíðar á Austurvelli. Meðal viðburða verða kvennatónleikar þar sem nokkrar af okkar fremstu tónlistarkonum munu koma fram.3) Ráðstefna Framkvæmdanefndin mun ásamt fleirum gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu, sem tileinkuð verður kosningarétti kvenna, lýðræði og lýðréttindum. Hún verður haldin dagana 22.-23. október 2015. Meðal gesta verða Vigdís Finnbogadóttir, Gro Harlem Brundtland og Laura Ann Liswood.4) Rit Rannsóknarrit, helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, mun koma út á árinu 2020, en þá fengu konur kosningarétt til jafns við karlmenn. Sögufélagi hefur verið falin umsjá ritsins.5) Verkefnastyrkir Stofnaður var sérstakur sjóður um styrki vegna verkefna sem tengjast markmiðum afmælisársins. Mikill fjöldi umsókna barst þegar styrkir voru auglýstir í október og var sótt um til margháttaðra verkefna um allt land sem sýna mikinn áhuga, metnað og hugmyndaauðgi. Úthlutun er nú lokið, en styrkir verða aftur auglýstir í febrúar. Auk þessa má nefna að Íslandspóstur gefur út sérstakt afmælisfrímerki þann 30. apríl 2015. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tónleika þann 11. júní 2015 undir yfirskriftinni „Höfuðskáld og frumkvöðlar“ og á efnisskrá verða eingöngu verk eftir konur. Margt er enn í mótun víða um land, sem væntanlega verður greint frá síðar. Ég vil hér með hvetja alla skipuleggjendur til að tilkynna viðburði til afmælisnefndar sem heldur úti sérstakri upplýsingavefsíðu með viðburðadagatali: www.kosningarettur100ara.is. Þar er skráður nokkur fjöldi viðburða og bætist ört í hópinn. Það er fljótlegt og gott að geta nálgast alla viðburði á einum stað. Fylgist með frá byrjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi (fyrirlesturinn má nálgast á heimasíðunni www.baekur.is og slá þar inn nafn Bríetar). Margt hefur að sönnu breyst frá árinu 1887. Það hefur þó komið þeim sem undirbúa flutninginn á óvart hversu margt er enn óbreytt og ógert. Það er full ástæða til að leggja leið sína í Iðnó þann 30. desember kl. 16. Allir eru velkomnir (gegn vægu gjaldi), en húsrými er takmarkað. Missið ekki af þessum upptakti! Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því Kristján konungur X skrifaði undir lög frá Alþingi sem færðu konum kosningarétt til Alþingis, mjög takmarkaðan að vísu, en langþráðan. Þetta gerðist þann 19. júní 1915 og alla tíð síðan hefur sá dagur verið sérstakur kvenréttindadagur. Þessa stórviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti. Alþingi hefur samþykkt að láta um 100 milljónir rakna til afmælishaldsins. Sérstök framkvæmdanefnd, sem kjörin var á almennum kvennafundi í september 2013, hefur haft veg og vanda af að velja afmælisverkefni. Auk upptaktsins í Iðnó þann 30. desember eru verkefnin þessi:1) Safnasýningar Höfuðsöfn landsins munu setja upp sérstakar sýningar. Í Landsbókasafni opnar sýning 16. maí 2015 er fjallar um sögu og þróun kosningaréttarins. Í Listasafni Íslands opnar sýningin „Áhrifakonur í íslenskri myndlist“ þann 30. janúar, og sýning helguð Nínu Tryggvadóttur opnar 12. september. Þjóðminjasafnið heldur sýningu sem nefnist „Konur í 100 ár“ auk þess sem farið verður yfir grunnsýningu safnsins með kynjagleraugum.2) Hátíðahöld á Austurvelli Sérstakur hátíðaþingfundur verður í Alþingishúsinu fyrir hádegi þann 19. júní 2015. Húsið verður opið almenningi þennan dag og þar verður sérstök sýning með leiðsögn. Eftir hádegi verður efnt til almennrar hátíðar á Austurvelli. Meðal viðburða verða kvennatónleikar þar sem nokkrar af okkar fremstu tónlistarkonum munu koma fram.3) Ráðstefna Framkvæmdanefndin mun ásamt fleirum gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu, sem tileinkuð verður kosningarétti kvenna, lýðræði og lýðréttindum. Hún verður haldin dagana 22.-23. október 2015. Meðal gesta verða Vigdís Finnbogadóttir, Gro Harlem Brundtland og Laura Ann Liswood.4) Rit Rannsóknarrit, helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, mun koma út á árinu 2020, en þá fengu konur kosningarétt til jafns við karlmenn. Sögufélagi hefur verið falin umsjá ritsins.5) Verkefnastyrkir Stofnaður var sérstakur sjóður um styrki vegna verkefna sem tengjast markmiðum afmælisársins. Mikill fjöldi umsókna barst þegar styrkir voru auglýstir í október og var sótt um til margháttaðra verkefna um allt land sem sýna mikinn áhuga, metnað og hugmyndaauðgi. Úthlutun er nú lokið, en styrkir verða aftur auglýstir í febrúar. Auk þessa má nefna að Íslandspóstur gefur út sérstakt afmælisfrímerki þann 30. apríl 2015. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tónleika þann 11. júní 2015 undir yfirskriftinni „Höfuðskáld og frumkvöðlar“ og á efnisskrá verða eingöngu verk eftir konur. Margt er enn í mótun víða um land, sem væntanlega verður greint frá síðar. Ég vil hér með hvetja alla skipuleggjendur til að tilkynna viðburði til afmælisnefndar sem heldur úti sérstakri upplýsingavefsíðu með viðburðadagatali: www.kosningarettur100ara.is. Þar er skráður nokkur fjöldi viðburða og bætist ört í hópinn. Það er fljótlegt og gott að geta nálgast alla viðburði á einum stað. Fylgist með frá byrjun!
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun