100 ár af kosningarétti Auður Styrkársdóttir skrifar 11. desember 2014 00:00 Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi (fyrirlesturinn má nálgast á heimasíðunni www.baekur.is og slá þar inn nafn Bríetar). Margt hefur að sönnu breyst frá árinu 1887. Það hefur þó komið þeim sem undirbúa flutninginn á óvart hversu margt er enn óbreytt og ógert. Það er full ástæða til að leggja leið sína í Iðnó þann 30. desember kl. 16. Allir eru velkomnir (gegn vægu gjaldi), en húsrými er takmarkað. Missið ekki af þessum upptakti! Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því Kristján konungur X skrifaði undir lög frá Alþingi sem færðu konum kosningarétt til Alþingis, mjög takmarkaðan að vísu, en langþráðan. Þetta gerðist þann 19. júní 1915 og alla tíð síðan hefur sá dagur verið sérstakur kvenréttindadagur. Þessa stórviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti. Alþingi hefur samþykkt að láta um 100 milljónir rakna til afmælishaldsins. Sérstök framkvæmdanefnd, sem kjörin var á almennum kvennafundi í september 2013, hefur haft veg og vanda af að velja afmælisverkefni. Auk upptaktsins í Iðnó þann 30. desember eru verkefnin þessi:1) Safnasýningar Höfuðsöfn landsins munu setja upp sérstakar sýningar. Í Landsbókasafni opnar sýning 16. maí 2015 er fjallar um sögu og þróun kosningaréttarins. Í Listasafni Íslands opnar sýningin „Áhrifakonur í íslenskri myndlist“ þann 30. janúar, og sýning helguð Nínu Tryggvadóttur opnar 12. september. Þjóðminjasafnið heldur sýningu sem nefnist „Konur í 100 ár“ auk þess sem farið verður yfir grunnsýningu safnsins með kynjagleraugum.2) Hátíðahöld á Austurvelli Sérstakur hátíðaþingfundur verður í Alþingishúsinu fyrir hádegi þann 19. júní 2015. Húsið verður opið almenningi þennan dag og þar verður sérstök sýning með leiðsögn. Eftir hádegi verður efnt til almennrar hátíðar á Austurvelli. Meðal viðburða verða kvennatónleikar þar sem nokkrar af okkar fremstu tónlistarkonum munu koma fram.3) Ráðstefna Framkvæmdanefndin mun ásamt fleirum gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu, sem tileinkuð verður kosningarétti kvenna, lýðræði og lýðréttindum. Hún verður haldin dagana 22.-23. október 2015. Meðal gesta verða Vigdís Finnbogadóttir, Gro Harlem Brundtland og Laura Ann Liswood.4) Rit Rannsóknarrit, helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, mun koma út á árinu 2020, en þá fengu konur kosningarétt til jafns við karlmenn. Sögufélagi hefur verið falin umsjá ritsins.5) Verkefnastyrkir Stofnaður var sérstakur sjóður um styrki vegna verkefna sem tengjast markmiðum afmælisársins. Mikill fjöldi umsókna barst þegar styrkir voru auglýstir í október og var sótt um til margháttaðra verkefna um allt land sem sýna mikinn áhuga, metnað og hugmyndaauðgi. Úthlutun er nú lokið, en styrkir verða aftur auglýstir í febrúar. Auk þessa má nefna að Íslandspóstur gefur út sérstakt afmælisfrímerki þann 30. apríl 2015. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tónleika þann 11. júní 2015 undir yfirskriftinni „Höfuðskáld og frumkvöðlar“ og á efnisskrá verða eingöngu verk eftir konur. Margt er enn í mótun víða um land, sem væntanlega verður greint frá síðar. Ég vil hér með hvetja alla skipuleggjendur til að tilkynna viðburði til afmælisnefndar sem heldur úti sérstakri upplýsingavefsíðu með viðburðadagatali: www.kosningarettur100ara.is. Þar er skráður nokkur fjöldi viðburða og bætist ört í hópinn. Það er fljótlegt og gott að geta nálgast alla viðburði á einum stað. Fylgist með frá byrjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi (fyrirlesturinn má nálgast á heimasíðunni www.baekur.is og slá þar inn nafn Bríetar). Margt hefur að sönnu breyst frá árinu 1887. Það hefur þó komið þeim sem undirbúa flutninginn á óvart hversu margt er enn óbreytt og ógert. Það er full ástæða til að leggja leið sína í Iðnó þann 30. desember kl. 16. Allir eru velkomnir (gegn vægu gjaldi), en húsrými er takmarkað. Missið ekki af þessum upptakti! Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því Kristján konungur X skrifaði undir lög frá Alþingi sem færðu konum kosningarétt til Alþingis, mjög takmarkaðan að vísu, en langþráðan. Þetta gerðist þann 19. júní 1915 og alla tíð síðan hefur sá dagur verið sérstakur kvenréttindadagur. Þessa stórviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti. Alþingi hefur samþykkt að láta um 100 milljónir rakna til afmælishaldsins. Sérstök framkvæmdanefnd, sem kjörin var á almennum kvennafundi í september 2013, hefur haft veg og vanda af að velja afmælisverkefni. Auk upptaktsins í Iðnó þann 30. desember eru verkefnin þessi:1) Safnasýningar Höfuðsöfn landsins munu setja upp sérstakar sýningar. Í Landsbókasafni opnar sýning 16. maí 2015 er fjallar um sögu og þróun kosningaréttarins. Í Listasafni Íslands opnar sýningin „Áhrifakonur í íslenskri myndlist“ þann 30. janúar, og sýning helguð Nínu Tryggvadóttur opnar 12. september. Þjóðminjasafnið heldur sýningu sem nefnist „Konur í 100 ár“ auk þess sem farið verður yfir grunnsýningu safnsins með kynjagleraugum.2) Hátíðahöld á Austurvelli Sérstakur hátíðaþingfundur verður í Alþingishúsinu fyrir hádegi þann 19. júní 2015. Húsið verður opið almenningi þennan dag og þar verður sérstök sýning með leiðsögn. Eftir hádegi verður efnt til almennrar hátíðar á Austurvelli. Meðal viðburða verða kvennatónleikar þar sem nokkrar af okkar fremstu tónlistarkonum munu koma fram.3) Ráðstefna Framkvæmdanefndin mun ásamt fleirum gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu, sem tileinkuð verður kosningarétti kvenna, lýðræði og lýðréttindum. Hún verður haldin dagana 22.-23. október 2015. Meðal gesta verða Vigdís Finnbogadóttir, Gro Harlem Brundtland og Laura Ann Liswood.4) Rit Rannsóknarrit, helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, mun koma út á árinu 2020, en þá fengu konur kosningarétt til jafns við karlmenn. Sögufélagi hefur verið falin umsjá ritsins.5) Verkefnastyrkir Stofnaður var sérstakur sjóður um styrki vegna verkefna sem tengjast markmiðum afmælisársins. Mikill fjöldi umsókna barst þegar styrkir voru auglýstir í október og var sótt um til margháttaðra verkefna um allt land sem sýna mikinn áhuga, metnað og hugmyndaauðgi. Úthlutun er nú lokið, en styrkir verða aftur auglýstir í febrúar. Auk þessa má nefna að Íslandspóstur gefur út sérstakt afmælisfrímerki þann 30. apríl 2015. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tónleika þann 11. júní 2015 undir yfirskriftinni „Höfuðskáld og frumkvöðlar“ og á efnisskrá verða eingöngu verk eftir konur. Margt er enn í mótun víða um land, sem væntanlega verður greint frá síðar. Ég vil hér með hvetja alla skipuleggjendur til að tilkynna viðburði til afmælisnefndar sem heldur úti sérstakri upplýsingavefsíðu með viðburðadagatali: www.kosningarettur100ara.is. Þar er skráður nokkur fjöldi viðburða og bætist ört í hópinn. Það er fljótlegt og gott að geta nálgast alla viðburði á einum stað. Fylgist með frá byrjun!
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun