Hugleiðingar um fóstur- skimun í lýðræðissamfélagi Þórdís Ingadóttir og Snorri Þorgeir Ingvarsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Í hverju samfélagi vakna áleitnar siðfræðilegar spurningar. Hér á landi hafa álitaefni eins og staðgöngumæður, stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvganir verið í umræðunni hin síðari ár. Örar framfarir læknavísinda og tækni hafa knúið umræðuna og krafist afstöðu yfirvalda. Stjórnvöld hafa eftir megni reynt að nálgast þessi knýjandi álitaefni á lýðræðislegan hátt og ákvarðanir hafa verið teknar í kjölfar upplýstrar og opinberrar umræðu. Í síðustu viku voru kynnt á Alþingi svör við fyrirspurn þingmanns um fósturskimum eftir vísbendingum um aukalitning á 21. litningapari, þ.e. Downs-heilkenni. Niðurstaðan var sú að á tímabilinu 2007-2012 voru 38 fóstur greind með auknar líkur á þessum aukalitningi og það sem meira er, öllum þessum fóstrum var eytt. Eins og fleiri, þá setti undirrituð hljóð við þessa niðurstöðu. Hvernig á að túlka þessa niðurstöðu? Er hér á landi opinber hreinsunarstefna ákveðins hóps einstaklinga, stefna sem Íslendingum hefur tekist að innleiða með þeim afburðaárangri að eftir því ætti að vera tekið? Eða hefur eitthvað farið skelfilega úrskeiðis við innleiðingu læknavísinda, sem krefst tafarlausrar skoðunar?Engin opinber umræða? Við leyfum okkur að halda fram því síðarnefnda. Ólíkt mörgum siðfræðilegum álitaefnum, þá virðist ekki hafa farið fram nein opinber umræða um upptöku, innleiðingu og framkvæmd framangreindrar fósturskimunar á sínum tíma? Ekki er ljóst hver hafði, eða hefur, ákvörðunarvald um upptöku og innleiðingu þessarar sértæku fósturskimunar og við hverja var haft samráð í því ákvörðunarferli. Hver voru upphafleg markmið þessarar sértæku fósturskimunar og bendir reynslan til þess að þeim hafi verið náð? Einnig er eðlilegt að spyrja um hversu vandað ferlið er, um samþykki þátttakenda, hvert sé inntak ráðgjafar til verðandi foreldra og hverjir komi að slíkri ráðgjöf, og síðast en ekki síst, hver sé vísindalegur áreiðanleiki skimunarinnar hér á landi? Nú þegar afleiðing fósturskimunar eftir aukalitningi á 21. litningapari er kunn þá hljóta yfirvöld að finna sig knúin til að skoða og taka afstöðu til þeirra siðfræðilegu álitaefna sem hún óneitanlega hefur í för með sér. Framkvæmd sem hefur jafn afdrifaríkar afleiðingar hlýtur að kalla á aðkomu stjórnvalda. Málið verður einnig að skoða í stærra samhengi, m.a. í ljósi framfara í læknis- og lífvísindum. Ætti til dæmis að innleiða sértæka fósturskimun í tilfellum eldri feðra, í ljósi nýlegra niðurstaðna sem sýna fram á fylgni við geðhvörf, athyglisbrest og einhverfu, eða er slík framkvæmd jafnvel þegar hafin? Vísindalegar framfarir eru af hinu góða, en eins og öðru þá má misbeita þeim, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Það verður að meta árangur þeirra í siðfræðilegu samhengi og með það í huga í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Valdi fylgir ábyrgð, bæði vísindalegu og pólitísku. Gera verður þá kröfu að beiting valds með jafn afdrifaríkum afleiðingum og hér um ræðir sé í samræmi við grunngildi lýðræðissamfélaga, byggi á faglegri og gegnsærri umræðu og afstöðu. Höfundar eru vísindamenn og foreldrar hraustrar og hamingjusamrar 5 ára stúlku, sem er með Downs-heilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í hverju samfélagi vakna áleitnar siðfræðilegar spurningar. Hér á landi hafa álitaefni eins og staðgöngumæður, stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvganir verið í umræðunni hin síðari ár. Örar framfarir læknavísinda og tækni hafa knúið umræðuna og krafist afstöðu yfirvalda. Stjórnvöld hafa eftir megni reynt að nálgast þessi knýjandi álitaefni á lýðræðislegan hátt og ákvarðanir hafa verið teknar í kjölfar upplýstrar og opinberrar umræðu. Í síðustu viku voru kynnt á Alþingi svör við fyrirspurn þingmanns um fósturskimum eftir vísbendingum um aukalitning á 21. litningapari, þ.e. Downs-heilkenni. Niðurstaðan var sú að á tímabilinu 2007-2012 voru 38 fóstur greind með auknar líkur á þessum aukalitningi og það sem meira er, öllum þessum fóstrum var eytt. Eins og fleiri, þá setti undirrituð hljóð við þessa niðurstöðu. Hvernig á að túlka þessa niðurstöðu? Er hér á landi opinber hreinsunarstefna ákveðins hóps einstaklinga, stefna sem Íslendingum hefur tekist að innleiða með þeim afburðaárangri að eftir því ætti að vera tekið? Eða hefur eitthvað farið skelfilega úrskeiðis við innleiðingu læknavísinda, sem krefst tafarlausrar skoðunar?Engin opinber umræða? Við leyfum okkur að halda fram því síðarnefnda. Ólíkt mörgum siðfræðilegum álitaefnum, þá virðist ekki hafa farið fram nein opinber umræða um upptöku, innleiðingu og framkvæmd framangreindrar fósturskimunar á sínum tíma? Ekki er ljóst hver hafði, eða hefur, ákvörðunarvald um upptöku og innleiðingu þessarar sértæku fósturskimunar og við hverja var haft samráð í því ákvörðunarferli. Hver voru upphafleg markmið þessarar sértæku fósturskimunar og bendir reynslan til þess að þeim hafi verið náð? Einnig er eðlilegt að spyrja um hversu vandað ferlið er, um samþykki þátttakenda, hvert sé inntak ráðgjafar til verðandi foreldra og hverjir komi að slíkri ráðgjöf, og síðast en ekki síst, hver sé vísindalegur áreiðanleiki skimunarinnar hér á landi? Nú þegar afleiðing fósturskimunar eftir aukalitningi á 21. litningapari er kunn þá hljóta yfirvöld að finna sig knúin til að skoða og taka afstöðu til þeirra siðfræðilegu álitaefna sem hún óneitanlega hefur í för með sér. Framkvæmd sem hefur jafn afdrifaríkar afleiðingar hlýtur að kalla á aðkomu stjórnvalda. Málið verður einnig að skoða í stærra samhengi, m.a. í ljósi framfara í læknis- og lífvísindum. Ætti til dæmis að innleiða sértæka fósturskimun í tilfellum eldri feðra, í ljósi nýlegra niðurstaðna sem sýna fram á fylgni við geðhvörf, athyglisbrest og einhverfu, eða er slík framkvæmd jafnvel þegar hafin? Vísindalegar framfarir eru af hinu góða, en eins og öðru þá má misbeita þeim, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Það verður að meta árangur þeirra í siðfræðilegu samhengi og með það í huga í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Valdi fylgir ábyrgð, bæði vísindalegu og pólitísku. Gera verður þá kröfu að beiting valds með jafn afdrifaríkum afleiðingum og hér um ræðir sé í samræmi við grunngildi lýðræðissamfélaga, byggi á faglegri og gegnsærri umræðu og afstöðu. Höfundar eru vísindamenn og foreldrar hraustrar og hamingjusamrar 5 ára stúlku, sem er með Downs-heilkenni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun