Á að hætta snjómokstri þegar peningarnir eru búnir? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Fyrir þá sem halda að fyrirsögnin bendi til þess að hér eigi að fjalla um snjómokstur þá er það fjarri lagi. Á hinn bóginn er vert að hugsa um hvað myndi gerast ef hætt yrði að moka snjó af vegum vegna skorts á fjármagni og við sem einstaklingar kæmust ekki leiðar okkar sama hversu áríðandi erindið væri, t.d. að komast á áríðandi fundi eða til læknis. Ansi er hætt við að það færi um marga við slíka tilhugsun. Samt er það svo að í sjálfu velferðarríkinu er þjóðfélagshópur sem núna býr við þetta ástand. Enn á ný, því að þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti, standa heyrnarlausir frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að geta ekki nýtt sér sjálfsagða og nauðsynlega þjónustu eins og t.d. að leita til lækna, fara á foreldrafundi, leita til yfirvalda, fá fyrirgreiðslu hjá opinberum aðilum eins og kirkju eða stunda nám. Heyrnarlausir geta ekki nýtt sér sjálfsagða þjónustu nema með aðstoð táknmálstúlka. En þar stendur hnífurinn í kúnni því að áætlað fé til þeirrar þjónustu er uppurið og því er ekki hægt að greiða fyrir táknmálstúlkun. Eigum við að hætta að moka snjó í október og bíða þangað til fjármagn fæst á næsta fjárlagaári? Eiga heyrnarlausir að bíða það sem eftir lifir af árinu án þess að geta leitað sér hjálpar?Til skammar Ef um er að ræða annaðhvort þjóðarhagsmuni, t.d. að halda vegakerfinu opnu eða veita fé í svo kölluð gæluverkefni eins og að sjá heilum árgangi í skólakerfinu fyrir spjaldtölvum, þá virðist fjármagn finnast til þess. En það virðist ekki finnast fjármagn þegar um er að ræða að sjá litlum hópi einstaklinga fyrir grundvallar mannréttindum. Það er svo skrítið oft með stjórnmálamenn að á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu þá er svo sjálfsagt og eðlilegt að leysa mál en um leið og sama fólkið er komið í stjórn, verður allt annað uppi á teningnum. Vissulega getur það flækt málin að þarfir heyrnarlausra deilast á mörg ráðuneyti eins og heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti, sem hvert um sig þarf þá að leggja fram áætlað fjármagn til túlkaþjónustunnar. En þetta er fyrirsjáanlegt og hefði átt að vera búið að leysa þann vanda fyrir löngu. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra hvernig þeir ætla að finna varanlega lausn á túlkaþjónustu við heyrnarlausa þannig að núverandi staða komi ekki aftur upp. Það er sjálfsagt aldrei hægt að áætla raunhæfan kostnað við túlkaþjónustu heyrnarlausra en fari hann fram úr áætlun þá þarf að vera viðbúið að bæta við það sem á vantar. Þetta ástand er stjórnvöldum til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir þá sem halda að fyrirsögnin bendi til þess að hér eigi að fjalla um snjómokstur þá er það fjarri lagi. Á hinn bóginn er vert að hugsa um hvað myndi gerast ef hætt yrði að moka snjó af vegum vegna skorts á fjármagni og við sem einstaklingar kæmust ekki leiðar okkar sama hversu áríðandi erindið væri, t.d. að komast á áríðandi fundi eða til læknis. Ansi er hætt við að það færi um marga við slíka tilhugsun. Samt er það svo að í sjálfu velferðarríkinu er þjóðfélagshópur sem núna býr við þetta ástand. Enn á ný, því að þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti, standa heyrnarlausir frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að geta ekki nýtt sér sjálfsagða og nauðsynlega þjónustu eins og t.d. að leita til lækna, fara á foreldrafundi, leita til yfirvalda, fá fyrirgreiðslu hjá opinberum aðilum eins og kirkju eða stunda nám. Heyrnarlausir geta ekki nýtt sér sjálfsagða þjónustu nema með aðstoð táknmálstúlka. En þar stendur hnífurinn í kúnni því að áætlað fé til þeirrar þjónustu er uppurið og því er ekki hægt að greiða fyrir táknmálstúlkun. Eigum við að hætta að moka snjó í október og bíða þangað til fjármagn fæst á næsta fjárlagaári? Eiga heyrnarlausir að bíða það sem eftir lifir af árinu án þess að geta leitað sér hjálpar?Til skammar Ef um er að ræða annaðhvort þjóðarhagsmuni, t.d. að halda vegakerfinu opnu eða veita fé í svo kölluð gæluverkefni eins og að sjá heilum árgangi í skólakerfinu fyrir spjaldtölvum, þá virðist fjármagn finnast til þess. En það virðist ekki finnast fjármagn þegar um er að ræða að sjá litlum hópi einstaklinga fyrir grundvallar mannréttindum. Það er svo skrítið oft með stjórnmálamenn að á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu þá er svo sjálfsagt og eðlilegt að leysa mál en um leið og sama fólkið er komið í stjórn, verður allt annað uppi á teningnum. Vissulega getur það flækt málin að þarfir heyrnarlausra deilast á mörg ráðuneyti eins og heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti, sem hvert um sig þarf þá að leggja fram áætlað fjármagn til túlkaþjónustunnar. En þetta er fyrirsjáanlegt og hefði átt að vera búið að leysa þann vanda fyrir löngu. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra hvernig þeir ætla að finna varanlega lausn á túlkaþjónustu við heyrnarlausa þannig að núverandi staða komi ekki aftur upp. Það er sjálfsagt aldrei hægt að áætla raunhæfan kostnað við túlkaþjónustu heyrnarlausra en fari hann fram úr áætlun þá þarf að vera viðbúið að bæta við það sem á vantar. Þetta ástand er stjórnvöldum til skammar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun