Framtíðin að prenta hönnunina í þrívídd 17. október 2014 10:00 Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður Vísir/Ernir Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira