Framtíðin að prenta hönnunina í þrívídd 17. október 2014 10:00 Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður Vísir/Ernir Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið