Er eitthvað að stelpum sem eru skotnar í mér? Sindri Sindrason skrifar 10. október 2014 10:45 Komin með nóg Embla er komin með nóg af því hvernig litið er á fatlað fólk. fréttblaðið/valli Það er særandi og móðgandi að gert sé ráð fyrir að sú stelpa sem verður skotin í mér glími við kynröskun sem er viðurkennd geðröskun innan geðlækninga.“ Þetta segir hin 24 ára Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir sem stundar nám í félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands. Embla er hreyfihömluð og segir einkennilegt að fólk geri aldrei ráð fyrir að hún sé á föstu eða langi til þess, hvort hana langi í barn eða börn. „Eðlilegar spurningar sem vinkonur mínar á sama aldri eru iðulega spurðar út í.“Hlýtur að vera pervert Embla er búin að fá nóg af því hvernig litið er á fatlað fólk, hvernig komið er fram við það og hvernig viðmótið virðist lítið breytast þrátt fyrir þá umfjöllun sem á sér stað. „Það er hvorki þægilegt fyrir mig né þær stelpur sem ég á stefnumót við, að vita til þess að það sé viðurkennt að það hljóti eitthvað að vera að þeim, fyrst þær laðist að mér.“ Embla segir þó skipta máli í hvora áttina málið snýr. „Ef ófötluð kona er með fötluðum manni, finnst mörgum hún vera góð og kjörkuð. Þessi kona fær klapp á bakið. Ef ófatlaður maður er hins vegar með fatlaðri konu, hlýtur eitthvað að vera að honum. Hann getur ekki mögulega elskað og virt manneskjuna sem hann er með, hann er pervert.“Ekki litið á fatlaða sem kynverur Á dögunum hélt Embla fyrirlestur í Háskóla Íslands um samspil kyns og fræðslu og þá upplifun hennar að fá í raun ekki að vera kyn. „Fólki lítur ekki á fatlað fólk sem kynverur og gerir ekki ráð fyrir að við séum það. Það er ergjandi. „Það er litið á mig og komið fram við mig eins og ég sé þriggja ára. Fólk spyr manneskjuna með mér hvort eða hvað ég vilji, frekar en að spyrja mig sjálfa. Þá finnst fólki ekkert að því að snerta mig, snerta hárið á mér og klappa mér á bakið. Þetta er eitthvað sem það myndi aldrei gera við aðra ófatlaða manneskju, nema hún sé þá þriggja ára.“ Þá segir Embla einkennilegt að ófötluðum finnst þeir þurfa að hrósa fötluðum í tíma og ótíma. „Það er alltaf verið að segja við mig, og það á mjög barnslegan hátt, að ég sé svo fín og mikið krútt svo ekki sé talað um hvað ég sé dugleg. Orðið dugleg hefur í dag enga merkingu fyrir mér því ég er sögð dugleg fyrir það eitt að kaupa í matinn.“ Vinkonunum hrósað fyrir að umgangast hana Embla segir ekki vandamálið vera að fólk vilji ekki fötluðum vel. Það kann þó illa að umgangast fatlaða og segir hún til að mynda sárt þegar sussað er á barn sem spyr foreldri sitt hvers vegna hún gangi skringilega eða hvers vegna einhver sé í hjólastól. „Þegar svona er brugðist við upplifir barnið eitthvað rangt og neikvætt. Betra væri að segja við barnið að allir séu ekki eins og jafnvel spyrja barnið hvort því finnist hjólastóllinn ekki flottur.“ Það er ljóst að Embla og annað fatlað fólk þarf að takast á við hluti sem aðrir leiða varla hugann að. „Það upplifa til dæmis fáir að vinir þeirra fái sérstakt hrós fyrir að fara með þeim út á lífið. Fólk gerir ráð fyrir að ég hafi ekkert fram að færa og að vinirnir taki mig með af tómri góðmennsku. Þetta pirrar.“Betra í útlöndum Embla segist finna mun minna fyrir því að vera fötluð þegar hún er erlendis, til að mynda í Svíþjóð. „Þar eru menn einfaldlega komnir mun lengra en hér heima. Þar er fólk mun sýnilegra. Það vinnur í bönkum, á veitingahúsum o.s.frv. Þetta sérðu ekki hér heima.“ Hún segist þó vongóð um að viðhorf fólks og framkoma þess í garð fatlaðra breytist í náinni framtíð. „Hún þarf að gera það og hlakka ég mikið til þess dags þegar enginn tekur sérstaklega eftir mér þó ég sé aðeins öðruvísi,“ segir Embla. Nánar verður spjallað við Emblu í Íslandi í dag í kvöld sem hefst klukkan 18.55. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Það er særandi og móðgandi að gert sé ráð fyrir að sú stelpa sem verður skotin í mér glími við kynröskun sem er viðurkennd geðröskun innan geðlækninga.“ Þetta segir hin 24 ára Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir sem stundar nám í félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands. Embla er hreyfihömluð og segir einkennilegt að fólk geri aldrei ráð fyrir að hún sé á föstu eða langi til þess, hvort hana langi í barn eða börn. „Eðlilegar spurningar sem vinkonur mínar á sama aldri eru iðulega spurðar út í.“Hlýtur að vera pervert Embla er búin að fá nóg af því hvernig litið er á fatlað fólk, hvernig komið er fram við það og hvernig viðmótið virðist lítið breytast þrátt fyrir þá umfjöllun sem á sér stað. „Það er hvorki þægilegt fyrir mig né þær stelpur sem ég á stefnumót við, að vita til þess að það sé viðurkennt að það hljóti eitthvað að vera að þeim, fyrst þær laðist að mér.“ Embla segir þó skipta máli í hvora áttina málið snýr. „Ef ófötluð kona er með fötluðum manni, finnst mörgum hún vera góð og kjörkuð. Þessi kona fær klapp á bakið. Ef ófatlaður maður er hins vegar með fatlaðri konu, hlýtur eitthvað að vera að honum. Hann getur ekki mögulega elskað og virt manneskjuna sem hann er með, hann er pervert.“Ekki litið á fatlaða sem kynverur Á dögunum hélt Embla fyrirlestur í Háskóla Íslands um samspil kyns og fræðslu og þá upplifun hennar að fá í raun ekki að vera kyn. „Fólki lítur ekki á fatlað fólk sem kynverur og gerir ekki ráð fyrir að við séum það. Það er ergjandi. „Það er litið á mig og komið fram við mig eins og ég sé þriggja ára. Fólk spyr manneskjuna með mér hvort eða hvað ég vilji, frekar en að spyrja mig sjálfa. Þá finnst fólki ekkert að því að snerta mig, snerta hárið á mér og klappa mér á bakið. Þetta er eitthvað sem það myndi aldrei gera við aðra ófatlaða manneskju, nema hún sé þá þriggja ára.“ Þá segir Embla einkennilegt að ófötluðum finnst þeir þurfa að hrósa fötluðum í tíma og ótíma. „Það er alltaf verið að segja við mig, og það á mjög barnslegan hátt, að ég sé svo fín og mikið krútt svo ekki sé talað um hvað ég sé dugleg. Orðið dugleg hefur í dag enga merkingu fyrir mér því ég er sögð dugleg fyrir það eitt að kaupa í matinn.“ Vinkonunum hrósað fyrir að umgangast hana Embla segir ekki vandamálið vera að fólk vilji ekki fötluðum vel. Það kann þó illa að umgangast fatlaða og segir hún til að mynda sárt þegar sussað er á barn sem spyr foreldri sitt hvers vegna hún gangi skringilega eða hvers vegna einhver sé í hjólastól. „Þegar svona er brugðist við upplifir barnið eitthvað rangt og neikvætt. Betra væri að segja við barnið að allir séu ekki eins og jafnvel spyrja barnið hvort því finnist hjólastóllinn ekki flottur.“ Það er ljóst að Embla og annað fatlað fólk þarf að takast á við hluti sem aðrir leiða varla hugann að. „Það upplifa til dæmis fáir að vinir þeirra fái sérstakt hrós fyrir að fara með þeim út á lífið. Fólk gerir ráð fyrir að ég hafi ekkert fram að færa og að vinirnir taki mig með af tómri góðmennsku. Þetta pirrar.“Betra í útlöndum Embla segist finna mun minna fyrir því að vera fötluð þegar hún er erlendis, til að mynda í Svíþjóð. „Þar eru menn einfaldlega komnir mun lengra en hér heima. Þar er fólk mun sýnilegra. Það vinnur í bönkum, á veitingahúsum o.s.frv. Þetta sérðu ekki hér heima.“ Hún segist þó vongóð um að viðhorf fólks og framkoma þess í garð fatlaðra breytist í náinni framtíð. „Hún þarf að gera það og hlakka ég mikið til þess dags þegar enginn tekur sérstaklega eftir mér þó ég sé aðeins öðruvísi,“ segir Embla. Nánar verður spjallað við Emblu í Íslandi í dag í kvöld sem hefst klukkan 18.55.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira