Lífið

Sandler til liðs við Netflix

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Adam sandler hefur skrifað undir samning upp á fjórar myndir við Netflix.
Adam sandler hefur skrifað undir samning upp á fjórar myndir við Netflix. vísir/getty
Bandaríski leikarinn Adam Sandler hefur skrifað undir stóran framleiðslusamning við afþreyingarfyrirtækið Netflix.

Samkvæmt samningnum mun Sandler leika í og framleiða fjórar kvikmyndir fyrir fyrirtækið.

Myndirnar verða frumsýndar eingöngu á Netflix en fyrirtækið greindi frá samningnum síðastliðinn fimmtudag.

Sandler er samkvæmt miðlum vestanhafs kampakátur með samninginn en hann er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Waterboy, The Wedding Singer, Big Daddy og Anger Management.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×