Gott að hafa unga fólkið með í ráðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2014 10:30 Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf inn í bæjarpólitíkina. Fréttablaðið/GVA „Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomulag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrýmist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægðir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipulagsmálin og æskulýðs- og íþróttamálin og hafa náð að breyta vissum hlutum. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bókasafnið eða fá afnot af byggingu skólans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæðar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaunuð.“Nýja nefndarfólkið á NesinuÞað er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningjafræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stundum kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmennahúsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“Þau sitja í nefndum í vetur:Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd. Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomulag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrýmist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægðir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipulagsmálin og æskulýðs- og íþróttamálin og hafa náð að breyta vissum hlutum. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bókasafnið eða fá afnot af byggingu skólans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæðar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaunuð.“Nýja nefndarfólkið á NesinuÞað er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningjafræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stundum kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmennahúsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“Þau sitja í nefndum í vetur:Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd.
Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira