Gott að hafa unga fólkið með í ráðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2014 10:30 Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf inn í bæjarpólitíkina. Fréttablaðið/GVA „Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomulag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrýmist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægðir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipulagsmálin og æskulýðs- og íþróttamálin og hafa náð að breyta vissum hlutum. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bókasafnið eða fá afnot af byggingu skólans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæðar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaunuð.“Nýja nefndarfólkið á NesinuÞað er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningjafræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stundum kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmennahúsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“Þau sitja í nefndum í vetur:Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomulag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrýmist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægðir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipulagsmálin og æskulýðs- og íþróttamálin og hafa náð að breyta vissum hlutum. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bókasafnið eða fá afnot af byggingu skólans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæðar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaunuð.“Nýja nefndarfólkið á NesinuÞað er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningjafræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stundum kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmennahúsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“Þau sitja í nefndum í vetur:Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein