Nýta ómannað loftfar til þess að telja seli Svavar Hávarðsson skrifar 29. september 2014 09:30 Stofn landsels er talinn vera um 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var 1980. fréttablaðið/vilhelm Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Sjá meira
Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Sjá meira