Morgunmanía skilaði sér loksins í vinnunni Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. september 2014 15:30 Valdís Þorkelsdóttir er búsett í London. MYND/Úr einkasafni „Ég er haldin alvarlegri morgunmaníu á háu stigi, þar sem ég er mest aktív og með ferskastan huga uppúr sjö á morgnana. Þannig að ég er alltaf tilbúin í slaginn við sólarupprás. Það hefur hingað til ekki unnið með mér í tónlistinni. Þar er betra að vera í stuði á kvöldin og sofa fram eftir,“ segir Valdís Þorkelsdóttir tónlistarmaður sem stofnaði nýverið fyrirtækið Morning Mania Management í Bretlandi. „Fyrirtækið er minn eigin frílansvettvangur þar sem ég gegni hlutverki Creative Manager sem er eins konar umboðsmaður skapandi lista,“ heldur Valdís áfram. Hún segir verkefni sín margþætt. „Ég er til dæmis að vinna með Heru Hilmarsdóttur leikkonu í að víkka verkefnahring hennar hér í London. Auk þess er ég umboðsmaður Ara Braga Kárasonar trompetvirtúóss og sérlegur sendiherra Hjaltalín í Bretlandi. Einnig er ég yfir tónlistardeild listafyrirtækisins ART NAKED sem hefur starfsemi sína hér í London. Þar felast verkefni mín meðal annars í því að velja inn smart tónlistarmenn fyrir mánaðarlega viðburði í funheitum einkaklúbbi í Covent Garden,“ segir Valdís, létt í bragði. „Í náinni framtíð ætla ég síðan að vinna að því að koma fleirum sniðugum listamönnum á framfæri, bæði hér í London og á Íslandi. Ég er rosalega spennt fyrir þessu öllu saman,“ heldur hún áfram. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Valdís daginn eftir að hún skilaði mastersritgerð sinni í menningarstjórnun. „Hera spurði mig þá hvort ég vildi gera eitthvað sniðugt með henni þar til ég fyndi alvöru vinnu hér í London. Undanfarnar vikur hefur þetta undið upp á sig og er orðið að fullri vinnu,“ segir Valdís og bætir við. „Ég þarf mögulega bráðum að fara að leita eftir starfsnemum á næstunni.“ Starfið segir Valdís gríðarlega fjölbreytt. „Þetta er náttúrulega starf sem ég bjó mér bara til. Það má segja að þetta sé eins konar samsuða af fyrri reynslu sem tónlistarkona, skrifta á RÚV, af veru minni á IMG-umboðsskrifstofunni í London auk akademískra fræða úr mastersnáminu,“ segir Valdís að lokum. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég er haldin alvarlegri morgunmaníu á háu stigi, þar sem ég er mest aktív og með ferskastan huga uppúr sjö á morgnana. Þannig að ég er alltaf tilbúin í slaginn við sólarupprás. Það hefur hingað til ekki unnið með mér í tónlistinni. Þar er betra að vera í stuði á kvöldin og sofa fram eftir,“ segir Valdís Þorkelsdóttir tónlistarmaður sem stofnaði nýverið fyrirtækið Morning Mania Management í Bretlandi. „Fyrirtækið er minn eigin frílansvettvangur þar sem ég gegni hlutverki Creative Manager sem er eins konar umboðsmaður skapandi lista,“ heldur Valdís áfram. Hún segir verkefni sín margþætt. „Ég er til dæmis að vinna með Heru Hilmarsdóttur leikkonu í að víkka verkefnahring hennar hér í London. Auk þess er ég umboðsmaður Ara Braga Kárasonar trompetvirtúóss og sérlegur sendiherra Hjaltalín í Bretlandi. Einnig er ég yfir tónlistardeild listafyrirtækisins ART NAKED sem hefur starfsemi sína hér í London. Þar felast verkefni mín meðal annars í því að velja inn smart tónlistarmenn fyrir mánaðarlega viðburði í funheitum einkaklúbbi í Covent Garden,“ segir Valdís, létt í bragði. „Í náinni framtíð ætla ég síðan að vinna að því að koma fleirum sniðugum listamönnum á framfæri, bæði hér í London og á Íslandi. Ég er rosalega spennt fyrir þessu öllu saman,“ heldur hún áfram. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Valdís daginn eftir að hún skilaði mastersritgerð sinni í menningarstjórnun. „Hera spurði mig þá hvort ég vildi gera eitthvað sniðugt með henni þar til ég fyndi alvöru vinnu hér í London. Undanfarnar vikur hefur þetta undið upp á sig og er orðið að fullri vinnu,“ segir Valdís og bætir við. „Ég þarf mögulega bráðum að fara að leita eftir starfsnemum á næstunni.“ Starfið segir Valdís gríðarlega fjölbreytt. „Þetta er náttúrulega starf sem ég bjó mér bara til. Það má segja að þetta sé eins konar samsuða af fyrri reynslu sem tónlistarkona, skrifta á RÚV, af veru minni á IMG-umboðsskrifstofunni í London auk akademískra fræða úr mastersnáminu,“ segir Valdís að lokum.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira