Morgunmanía skilaði sér loksins í vinnunni Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. september 2014 15:30 Valdís Þorkelsdóttir er búsett í London. MYND/Úr einkasafni „Ég er haldin alvarlegri morgunmaníu á háu stigi, þar sem ég er mest aktív og með ferskastan huga uppúr sjö á morgnana. Þannig að ég er alltaf tilbúin í slaginn við sólarupprás. Það hefur hingað til ekki unnið með mér í tónlistinni. Þar er betra að vera í stuði á kvöldin og sofa fram eftir,“ segir Valdís Þorkelsdóttir tónlistarmaður sem stofnaði nýverið fyrirtækið Morning Mania Management í Bretlandi. „Fyrirtækið er minn eigin frílansvettvangur þar sem ég gegni hlutverki Creative Manager sem er eins konar umboðsmaður skapandi lista,“ heldur Valdís áfram. Hún segir verkefni sín margþætt. „Ég er til dæmis að vinna með Heru Hilmarsdóttur leikkonu í að víkka verkefnahring hennar hér í London. Auk þess er ég umboðsmaður Ara Braga Kárasonar trompetvirtúóss og sérlegur sendiherra Hjaltalín í Bretlandi. Einnig er ég yfir tónlistardeild listafyrirtækisins ART NAKED sem hefur starfsemi sína hér í London. Þar felast verkefni mín meðal annars í því að velja inn smart tónlistarmenn fyrir mánaðarlega viðburði í funheitum einkaklúbbi í Covent Garden,“ segir Valdís, létt í bragði. „Í náinni framtíð ætla ég síðan að vinna að því að koma fleirum sniðugum listamönnum á framfæri, bæði hér í London og á Íslandi. Ég er rosalega spennt fyrir þessu öllu saman,“ heldur hún áfram. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Valdís daginn eftir að hún skilaði mastersritgerð sinni í menningarstjórnun. „Hera spurði mig þá hvort ég vildi gera eitthvað sniðugt með henni þar til ég fyndi alvöru vinnu hér í London. Undanfarnar vikur hefur þetta undið upp á sig og er orðið að fullri vinnu,“ segir Valdís og bætir við. „Ég þarf mögulega bráðum að fara að leita eftir starfsnemum á næstunni.“ Starfið segir Valdís gríðarlega fjölbreytt. „Þetta er náttúrulega starf sem ég bjó mér bara til. Það má segja að þetta sé eins konar samsuða af fyrri reynslu sem tónlistarkona, skrifta á RÚV, af veru minni á IMG-umboðsskrifstofunni í London auk akademískra fræða úr mastersnáminu,“ segir Valdís að lokum. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Ég er haldin alvarlegri morgunmaníu á háu stigi, þar sem ég er mest aktív og með ferskastan huga uppúr sjö á morgnana. Þannig að ég er alltaf tilbúin í slaginn við sólarupprás. Það hefur hingað til ekki unnið með mér í tónlistinni. Þar er betra að vera í stuði á kvöldin og sofa fram eftir,“ segir Valdís Þorkelsdóttir tónlistarmaður sem stofnaði nýverið fyrirtækið Morning Mania Management í Bretlandi. „Fyrirtækið er minn eigin frílansvettvangur þar sem ég gegni hlutverki Creative Manager sem er eins konar umboðsmaður skapandi lista,“ heldur Valdís áfram. Hún segir verkefni sín margþætt. „Ég er til dæmis að vinna með Heru Hilmarsdóttur leikkonu í að víkka verkefnahring hennar hér í London. Auk þess er ég umboðsmaður Ara Braga Kárasonar trompetvirtúóss og sérlegur sendiherra Hjaltalín í Bretlandi. Einnig er ég yfir tónlistardeild listafyrirtækisins ART NAKED sem hefur starfsemi sína hér í London. Þar felast verkefni mín meðal annars í því að velja inn smart tónlistarmenn fyrir mánaðarlega viðburði í funheitum einkaklúbbi í Covent Garden,“ segir Valdís, létt í bragði. „Í náinni framtíð ætla ég síðan að vinna að því að koma fleirum sniðugum listamönnum á framfæri, bæði hér í London og á Íslandi. Ég er rosalega spennt fyrir þessu öllu saman,“ heldur hún áfram. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Valdís daginn eftir að hún skilaði mastersritgerð sinni í menningarstjórnun. „Hera spurði mig þá hvort ég vildi gera eitthvað sniðugt með henni þar til ég fyndi alvöru vinnu hér í London. Undanfarnar vikur hefur þetta undið upp á sig og er orðið að fullri vinnu,“ segir Valdís og bætir við. „Ég þarf mögulega bráðum að fara að leita eftir starfsnemum á næstunni.“ Starfið segir Valdís gríðarlega fjölbreytt. „Þetta er náttúrulega starf sem ég bjó mér bara til. Það má segja að þetta sé eins konar samsuða af fyrri reynslu sem tónlistarkona, skrifta á RÚV, af veru minni á IMG-umboðsskrifstofunni í London auk akademískra fræða úr mastersnáminu,“ segir Valdís að lokum.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira