Körfubolti

Guðrún Gróa ekki með meisturunum í vetur

Guðrún Gróa finnur sér vonandi lið í Danmörku.
Guðrún Gróa finnur sér vonandi lið í Danmörku. vísir/valli

Körfubolti Íslandsmeistarar Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta mæta til leiks án eins síns allra besta leikmanns næsta vetur.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir er að flytja til Danmerkur og verður ekki með Hólmurum á komandi leiktíð. Þetta kom fram á karfan.is í gær.

Guðrún Gróa spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni, en hún skoraði 10,4 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá má ekki gleyma að Gróa er einn allra besti varnarmaður deildarinnar.

Hildur Kjartansdóttir, miðherjinn sterki, verður heldur ekki með Snæfelli á næstu leiktíð því hún er á leið til Bandaríkjanna í nám. Bæði Gróa og Hildur voru í úrvalsliði Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.