Mugison drepur í Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. janúar 2014 07:00 Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur lagt rettuna á hilluna. mynd/haraldur guðjónsson „Ég er reyklaus í dag og það gengur bara mjög vel, enda fáir dagar liðnir af árinu,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Áramótaheit hans var að hætta að reykja og stendur hann enn við það. Hann nýtur þó dyggrar aðstoðar vinar síns og sveitunga, Péturs Georgs Markan. „Ég og Öddi erum ágætis vinir og það er einnig eitt af mínum áramótaheitum að hjálpa honum að hætta að reykja. Ég stend þétt við bakið á honum og styð hann,“ segir Pétur Georg Markan, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga og vinur Mugisons. Hann bætir við að sér þyki það stórmannlegt að strengja áramótaheit í því að hjálpa öðrum. „Það er samfélagsleg skylda mín að lengja í lífi helstu þjóðarhetju Íslendinga. Öddi er eins og handritin hans Árna, það verður einhver að taka það að sér að varðveita hann,“ bætir Pétur við léttur í lundu. Mugison segist ekki nota nikótínplástra eða -tyggjó til aðstoðar. „Ég nota ekki neitt slíkt, ég hætti þessu bara náttúrulega,“ bætir Mugison við. Hann segist fara í göngutúra reglulega, enda sé Pétur duglegur við að fara með hann út að ganga. „Pétur hefur einnig lánað mér hugleiðsludiskana sem Friðrik Karlsson hefur gefið út, ásamt því að benda mér á stórgóðu síðuna reyklaus.is,“ útskýrir Mugison og bætir við að sé þyki hugleiðslutónlistin heillandi.Pétur Georg Markan er stuðningsfulltrúi reykleysisverkefnisins.Mugison og Pétur búa báðir í Súðavík en vonskuveður hefur raskað samgöngum og því hefur ekki verið hlaupið að því að næla sér í tóbak á þessum slóðum. „Súðavíkurhlíðin er lokuð þannig að það er ekkert grín að komast í tóbak ef þú býrð á á Súðavík. Hlíðin var lokuð í fimm dag þarna fyrir jól en ég vissi að þetta gæti gerst þannig að ég keypti karton þá.“ Annars telur hann að reykingar séu deyjandi. „Ætli við í Dröngum höfum ekki verið eina hljómsveitin á Íslandi þar sem allir meðlimirnir reyktu, reykingamönnunum er alltaf að fækka.“ Þessa dagana er hann vinna í tónlist fyrir leikritið Óskasteina eftir Ragnar Bragason sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu undir lok mánaðarins. „Þetta er í annað sinn sem ég vinn með Ragnari, því ég sá einnig um tónlistina í leikritinu Gullregni, þetta er æðislega gaman.“ Þá er hann einnig byrjaður að vinna að nýrri plötu. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég er reyklaus í dag og það gengur bara mjög vel, enda fáir dagar liðnir af árinu,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Áramótaheit hans var að hætta að reykja og stendur hann enn við það. Hann nýtur þó dyggrar aðstoðar vinar síns og sveitunga, Péturs Georgs Markan. „Ég og Öddi erum ágætis vinir og það er einnig eitt af mínum áramótaheitum að hjálpa honum að hætta að reykja. Ég stend þétt við bakið á honum og styð hann,“ segir Pétur Georg Markan, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga og vinur Mugisons. Hann bætir við að sér þyki það stórmannlegt að strengja áramótaheit í því að hjálpa öðrum. „Það er samfélagsleg skylda mín að lengja í lífi helstu þjóðarhetju Íslendinga. Öddi er eins og handritin hans Árna, það verður einhver að taka það að sér að varðveita hann,“ bætir Pétur við léttur í lundu. Mugison segist ekki nota nikótínplástra eða -tyggjó til aðstoðar. „Ég nota ekki neitt slíkt, ég hætti þessu bara náttúrulega,“ bætir Mugison við. Hann segist fara í göngutúra reglulega, enda sé Pétur duglegur við að fara með hann út að ganga. „Pétur hefur einnig lánað mér hugleiðsludiskana sem Friðrik Karlsson hefur gefið út, ásamt því að benda mér á stórgóðu síðuna reyklaus.is,“ útskýrir Mugison og bætir við að sé þyki hugleiðslutónlistin heillandi.Pétur Georg Markan er stuðningsfulltrúi reykleysisverkefnisins.Mugison og Pétur búa báðir í Súðavík en vonskuveður hefur raskað samgöngum og því hefur ekki verið hlaupið að því að næla sér í tóbak á þessum slóðum. „Súðavíkurhlíðin er lokuð þannig að það er ekkert grín að komast í tóbak ef þú býrð á á Súðavík. Hlíðin var lokuð í fimm dag þarna fyrir jól en ég vissi að þetta gæti gerst þannig að ég keypti karton þá.“ Annars telur hann að reykingar séu deyjandi. „Ætli við í Dröngum höfum ekki verið eina hljómsveitin á Íslandi þar sem allir meðlimirnir reyktu, reykingamönnunum er alltaf að fækka.“ Þessa dagana er hann vinna í tónlist fyrir leikritið Óskasteina eftir Ragnar Bragason sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu undir lok mánaðarins. „Þetta er í annað sinn sem ég vinn með Ragnari, því ég sá einnig um tónlistina í leikritinu Gullregni, þetta er æðislega gaman.“ Þá er hann einnig byrjaður að vinna að nýrri plötu.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira