Matur

Unaðslegar engiferkökur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Kókos- og engiferljóskur

2 msk. saxaður, ferskur engifer

1 bolli sykur

1 bolli dökkur púðursykur

230 g mjúkt smjör

2 bollar hveiti

¾ tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

¼ tsk. salt

½ engiferkrydd

½ tsk. kanill

2 egg

1 tsk. vanilludropar

1¼ bolli kókosmjöl

1 bolli karamellukurl



Hitið ofninn í 170°C. Smyrjið ferkantað bökunarform, um 23x33 sentimetrar. Blandið ferskum engifer, sykri, púðursykri og smjöri vel saman. Bætið síðan eggjum og vanilludropum saman við. Í annarri skál er þurrefnum blandað saman, því næst restinni af hráefnunum, öllu nema kókosmjöli og karamellukurli. Blandið þurrefnum varlega saman við smjörblönduna. Blandið kókosmjöli og karamellukurli varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í formið og bakið í um fjörutíu mínútur. Leyfið kökunni að kólna í um tuttugu mínútur og skerið hana síðan í bita.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×