Matur

Kaffihristingur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Góður hristingur hefur aldrei svikið neinn en þessi hristingur er tilvalinn á fallegum sumardögum - þó fáir séu hér á landi.

Kaffihristingur

200 ml kalt kaffi
250 ml mjólk
6 kúfaðar skeiðar vanilluís
2 tsk Nutella (má sleppa)
Þeyttur rjómi ofan á (má sleppa)

Setjið kaffi, mjólk, ís og nutella í blandara og blandið vel saman. Hellið í þrjú meðalstór glös og skreytið með þeyttum rjóma. Berið strax fram með röri og njótið í botn.

Fengið hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.