Innlent

Jarðvarmavirkjanir menga minna en áður var talið

Ingvar Haraldsson skrifar
Reiknivilla hjá Orkuveitu Reykjavíkur olli því að mengun frá Hengilssvæðinu var ofmetin.
Reiknivilla hjá Orkuveitu Reykjavíkur olli því að mengun frá Hengilssvæðinu var ofmetin. vísir/valli
Losun á brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun var 40 prósent minni á síðasta ári en hingað til hefur verið talið. Ástæða ofmatsins var reiknivilla sem hefur verið í líkani Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2011.

Þó er magn brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu í byggðum nálægt virkjununum hið sama og áður var talið. Orkuveitan stefnir að því að draga úr styrk þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×