Fer seint í háttinn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:00 Óli Geir er vel á sig kominn enda duglegur að rækta líkama og sál til að takast á við verkefni næturvinnunnar um helgar. mynd/jón óskar Ólafur Geir Jónsson, plötusnúður og fyrrverandi herra Ísland, verður á ferð og flugi um helgina og tryllir Akureyringa í kvöld sem DJ Óli Geir. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég vinn flestar helgar. Ég sé um að skipuleggja viðburði fyrir nánast alla stærstu skemmtistaði landsins og er auk þess plötusnúður. Helgarnar eru því mínir aðalvinnudagar. Þegar tími gefst stunda ég líka heilmikla líkamsrækt á laugardögum en sunnudagarnir fara í afslöppun.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Þessa helgi er allt í gangi. Ég spilaði á Kótelettunni á Selfossi í gærkvöldi og í kvöld verð ég á Bíladögum á Akureyri þar sem ég mun spila í Sjallanum með Muscleboy og Love Guru. Dagurinn fer því að mestu í undirbúning því ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Heima er best, alltaf. En þær helgar sem ég er heima fyrir eru of fáar.Vakirðu fram eftir um helgar? Já, ég geri það, jafnvel þótt ég sé ekki að vinna. Þá leyfi ég mér að vaka lengur bara af því ég veit að það er komin helgi. Ég er þá ekkert að gera neitt sérstakt. Ég er mikill dundari og finn mér alltaf eitthvað til dundurs. Sófinn er líka vinsæll. Það tekur mig yfirleitt tvo til þrjá tíma að ná mér niður eftir gigg og geta þá gengið til hvílu. Ég fer því mjög seint í háttinn um vinnuhelgar.Ertu árrisull eða sefurðu út? Það fer eftir hvað ég var að gera. Um fríhelgar reyni ég að vakna snemma og nýta daginn. Ef ekki, næ ég mér í allan þann svefn sem ég þarf. Ég byrja svo yfirleitt daginn á því að fara í ræktina og verð þannig orkumeiri yfir daginn.Hver er draumamorgunverðurinn? Ætli það sé ekki egg og beikon.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég fæ mér yfirleitt eitthvað gott að borða og síðan hefst undirbúningur undir kvöldið. Ef ég á tíma aflögu hitti ég góða vini og fer svo að skemmta þar sem ég er bókaður. Þar legg ég mig allan fram og spila yfirleitt fyrir mörg hundruð manns fram á rauðanótt.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið? Ég er algjör sælkeri en reyni að hafa einn nammidag í viku, á sunnudögum. Ég elska súkkulaði og hlaup. Uppáhaldsnammið er allt hlaup frá Haribo. Annars er ég líka mikið í snakkinu, helst Doritos, það klikkar aldrei. Ætli ég fái mér ekki Doritos einu sinni í viku.Klæðirðu þig í betri gallann um helgar? Ég reyni að vera í betri gallanum eins oft og ég get, alla daga vikunnar, en er þó klárlega ögn fínni í tauinu um helgar.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Það má segja það. Sunnudagur er minn hvíldardagur. Ég fer oftast út að borða með kærustunni og skipulegg daginn eins vel og ég get til að fá sem mest út úr honum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Nei, það geri ég nú ekki en kannski maður ætti að fara að hjóla í það.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí eru til að slappa af, gera hluti sem maður gerir ekki hina dagana og jafnvel lyfta sér aðeins upp. Þegar ég fæ heila helgi í frí þá nýti ég hana til fulls. Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið „Hugsa að það hjálpi að heita Donna Cruz“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira
Ólafur Geir Jónsson, plötusnúður og fyrrverandi herra Ísland, verður á ferð og flugi um helgina og tryllir Akureyringa í kvöld sem DJ Óli Geir. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég vinn flestar helgar. Ég sé um að skipuleggja viðburði fyrir nánast alla stærstu skemmtistaði landsins og er auk þess plötusnúður. Helgarnar eru því mínir aðalvinnudagar. Þegar tími gefst stunda ég líka heilmikla líkamsrækt á laugardögum en sunnudagarnir fara í afslöppun.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Þessa helgi er allt í gangi. Ég spilaði á Kótelettunni á Selfossi í gærkvöldi og í kvöld verð ég á Bíladögum á Akureyri þar sem ég mun spila í Sjallanum með Muscleboy og Love Guru. Dagurinn fer því að mestu í undirbúning því ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Heima er best, alltaf. En þær helgar sem ég er heima fyrir eru of fáar.Vakirðu fram eftir um helgar? Já, ég geri það, jafnvel þótt ég sé ekki að vinna. Þá leyfi ég mér að vaka lengur bara af því ég veit að það er komin helgi. Ég er þá ekkert að gera neitt sérstakt. Ég er mikill dundari og finn mér alltaf eitthvað til dundurs. Sófinn er líka vinsæll. Það tekur mig yfirleitt tvo til þrjá tíma að ná mér niður eftir gigg og geta þá gengið til hvílu. Ég fer því mjög seint í háttinn um vinnuhelgar.Ertu árrisull eða sefurðu út? Það fer eftir hvað ég var að gera. Um fríhelgar reyni ég að vakna snemma og nýta daginn. Ef ekki, næ ég mér í allan þann svefn sem ég þarf. Ég byrja svo yfirleitt daginn á því að fara í ræktina og verð þannig orkumeiri yfir daginn.Hver er draumamorgunverðurinn? Ætli það sé ekki egg og beikon.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég fæ mér yfirleitt eitthvað gott að borða og síðan hefst undirbúningur undir kvöldið. Ef ég á tíma aflögu hitti ég góða vini og fer svo að skemmta þar sem ég er bókaður. Þar legg ég mig allan fram og spila yfirleitt fyrir mörg hundruð manns fram á rauðanótt.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið? Ég er algjör sælkeri en reyni að hafa einn nammidag í viku, á sunnudögum. Ég elska súkkulaði og hlaup. Uppáhaldsnammið er allt hlaup frá Haribo. Annars er ég líka mikið í snakkinu, helst Doritos, það klikkar aldrei. Ætli ég fái mér ekki Doritos einu sinni í viku.Klæðirðu þig í betri gallann um helgar? Ég reyni að vera í betri gallanum eins oft og ég get, alla daga vikunnar, en er þó klárlega ögn fínni í tauinu um helgar.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Það má segja það. Sunnudagur er minn hvíldardagur. Ég fer oftast út að borða með kærustunni og skipulegg daginn eins vel og ég get til að fá sem mest út úr honum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Nei, það geri ég nú ekki en kannski maður ætti að fara að hjóla í það.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí eru til að slappa af, gera hluti sem maður gerir ekki hina dagana og jafnvel lyfta sér aðeins upp. Þegar ég fæ heila helgi í frí þá nýti ég hana til fulls.
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið „Hugsa að það hjálpi að heita Donna Cruz“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira