Látum ekki rigna upp í nefið á okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2014 06:00 Sverre gefur aldrei neitt eftir á vellinum og þykir afar harður í horn að taka í varnarleiknum. Fréttablaðið/Stefán Handboltafélagið Akureyri fékk gríðarlegan liðsstyrk á dögunum þegar Sverre Andreas Jakobsson samdi við félagið. Fljótlega fylgdu Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson inn um dyrnar fyrir norðan. Sverre hefur leikið með Grosswallstadt undanfarin ár en hann er uppalinn á Akureyri. Sverre lék með KA upp alla yngri flokkana og er hann því að snúa aftur á heimaslóðir. „Það er margt í gangi þessa stundina en ég einbeiti mér bara að leiknum gegn Bosníu á sunnudaginn,“ sagði Sverre þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Sverrir er í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir seinni leikinn gegn Bosníu í undankeppni HM í Katar.Spenntur að spila með Didda Akureyri missti nokkra leikmenn en félagið fékk til sín öfluga leikmenn. Nú síðast kom reynsluboltinn Elías Már Halldórsson frá Haukum. „Ég hlakka til að koma norður og takast á við nýtt verkefni. Þegar ég samþykkti tilboð þeirra voru engar kröfur um leikmenn eða neitt slíkt. Það hafa komið stórir bitar í liðið sem gerir þetta að mjög skemmtilegu verkefni. Peking-vörnin er komin aftur og ég er gríðarlega spenntur fyrir að spila með Didda aftur í vörninni,“ sagði Sverre. Ekki er von á fleiri leikmönnum inn um dyrnar. Þess í stað á að leyfa ungum leikmönnum að blómstra við hlið reynsluboltanna. „Við misstum marga leikmenn og við þurftum að fylla upp í þau göt. Vonandi getum við reynsluboltarnir miðlað einhverri reynslu til ungu strákanna því þeir þurfa að taka við einn daginn. Við erum ekki komnir til að henda neinum í burtu heldur að hjálpa þeim að taka næsta skref og gera þá að betri leikmönnum.“Verðum að æfa aukalega Auk nýrra leikmanna er von á leikmönnum úr meiðslum fyrir norðan. „Við eigum meidda menn inni og við þurfum einfaldlega að gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa. Þetta eru mikilvægir leikmenn sem eru að glíma við alvarleg meiðsli og við getum ekki pressað á þá. Við verðum að leyfa þeim að ná sér að fullu áður en þeir fara af stað og horfa til lengri tíma.“ Einhver verður harkan þegar sótt er að marki Akureyrar næsta vetur en Sverre og Ingimundur eru engin lömb að leika sér við. „Við erum ekkert óvinnandi vígi. Við verðum að gæta okkar og láta ekki rigna upp í nefið á okkur og halda að við séum bestir. Þetta er annar handbolti en ég þekki. Það eru ungir og kvikir leikmenn í deildinni, sem gerir okkur gömlu jálkunum erfitt fyrir. Það getur verið erfiðara heldur en að glíma við eldri þyngri leikmenn. Við verðum eflaust að æfa aukalega til að halda uppi hraðanum, annað væru mistök. Ef maður ætlar að reyna að labba í gegn um þetta grípur maður á endanum í tómt,“ sagði Sverre.Lætur sérfræðingana um vítin Þrátt fyrir að vera hluti af þjálfaraliðinu gerir Sverre ekki ráð fyrir að hlutverk sitt inn á vellinum breytist. Hann gerði ekki ráð fyrir að taka vítaköstin þegar spurningin var borin undir hann. „Ég er jarðbundinn hvað varðar það. Sá draumur myndi eflaust snúast upp í einhverja martröð. Það snýst allt eftir aðstæðum en í dag er það ekki upp á borðinu. Ég ætla að einbeita mér að því hlutverki sem ég hef gert hingað til. Ætli ég láti ekki sérfræðingana áfram um vítin,“ sagði Sverre glottandi.Erum með betra lið en Bosnía Ísland mætir Bosníu í umspili um sæti á HM í Katar á sunnudaginn. Undirbúningurinn gengur vel en Ísland þarf að vinna upp eins marks forskot Bosníumanna. „Við erum að búa okkur vel undir það, það er hægt að læra margt af fyrri leiknum. Við erum að fá á okkur alltof mörg mörk og kerfin þeirra gengu of vel upp. Skytturnar þeirra fengu of auðveld skot sem skilaði sér í mörkum. Ég er bjartsýnn á leikinn sem fram undan er, enda erum við með betra lið að mínu mati.“ Sverre er þess fullviss að spili íslenska liðið á eigin getu vinnist leikurinn á sunnudaginn. „Fyrst skildi ég ekki hvernig við töpuðum þessu en svo þegar litið er til baka sér maður margar glufur í varnarleiknum. Það verður að laga þetta og við erum að vinna í því þessa dagana og undirbúa okkur. Ég er nokkuð bjartsýnn, við ætlum okkur sigur,“ sagði Sverre sigurviss. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Handboltafélagið Akureyri fékk gríðarlegan liðsstyrk á dögunum þegar Sverre Andreas Jakobsson samdi við félagið. Fljótlega fylgdu Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson inn um dyrnar fyrir norðan. Sverre hefur leikið með Grosswallstadt undanfarin ár en hann er uppalinn á Akureyri. Sverre lék með KA upp alla yngri flokkana og er hann því að snúa aftur á heimaslóðir. „Það er margt í gangi þessa stundina en ég einbeiti mér bara að leiknum gegn Bosníu á sunnudaginn,“ sagði Sverre þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Sverrir er í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir seinni leikinn gegn Bosníu í undankeppni HM í Katar.Spenntur að spila með Didda Akureyri missti nokkra leikmenn en félagið fékk til sín öfluga leikmenn. Nú síðast kom reynsluboltinn Elías Már Halldórsson frá Haukum. „Ég hlakka til að koma norður og takast á við nýtt verkefni. Þegar ég samþykkti tilboð þeirra voru engar kröfur um leikmenn eða neitt slíkt. Það hafa komið stórir bitar í liðið sem gerir þetta að mjög skemmtilegu verkefni. Peking-vörnin er komin aftur og ég er gríðarlega spenntur fyrir að spila með Didda aftur í vörninni,“ sagði Sverre. Ekki er von á fleiri leikmönnum inn um dyrnar. Þess í stað á að leyfa ungum leikmönnum að blómstra við hlið reynsluboltanna. „Við misstum marga leikmenn og við þurftum að fylla upp í þau göt. Vonandi getum við reynsluboltarnir miðlað einhverri reynslu til ungu strákanna því þeir þurfa að taka við einn daginn. Við erum ekki komnir til að henda neinum í burtu heldur að hjálpa þeim að taka næsta skref og gera þá að betri leikmönnum.“Verðum að æfa aukalega Auk nýrra leikmanna er von á leikmönnum úr meiðslum fyrir norðan. „Við eigum meidda menn inni og við þurfum einfaldlega að gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa. Þetta eru mikilvægir leikmenn sem eru að glíma við alvarleg meiðsli og við getum ekki pressað á þá. Við verðum að leyfa þeim að ná sér að fullu áður en þeir fara af stað og horfa til lengri tíma.“ Einhver verður harkan þegar sótt er að marki Akureyrar næsta vetur en Sverre og Ingimundur eru engin lömb að leika sér við. „Við erum ekkert óvinnandi vígi. Við verðum að gæta okkar og láta ekki rigna upp í nefið á okkur og halda að við séum bestir. Þetta er annar handbolti en ég þekki. Það eru ungir og kvikir leikmenn í deildinni, sem gerir okkur gömlu jálkunum erfitt fyrir. Það getur verið erfiðara heldur en að glíma við eldri þyngri leikmenn. Við verðum eflaust að æfa aukalega til að halda uppi hraðanum, annað væru mistök. Ef maður ætlar að reyna að labba í gegn um þetta grípur maður á endanum í tómt,“ sagði Sverre.Lætur sérfræðingana um vítin Þrátt fyrir að vera hluti af þjálfaraliðinu gerir Sverre ekki ráð fyrir að hlutverk sitt inn á vellinum breytist. Hann gerði ekki ráð fyrir að taka vítaköstin þegar spurningin var borin undir hann. „Ég er jarðbundinn hvað varðar það. Sá draumur myndi eflaust snúast upp í einhverja martröð. Það snýst allt eftir aðstæðum en í dag er það ekki upp á borðinu. Ég ætla að einbeita mér að því hlutverki sem ég hef gert hingað til. Ætli ég láti ekki sérfræðingana áfram um vítin,“ sagði Sverre glottandi.Erum með betra lið en Bosnía Ísland mætir Bosníu í umspili um sæti á HM í Katar á sunnudaginn. Undirbúningurinn gengur vel en Ísland þarf að vinna upp eins marks forskot Bosníumanna. „Við erum að búa okkur vel undir það, það er hægt að læra margt af fyrri leiknum. Við erum að fá á okkur alltof mörg mörk og kerfin þeirra gengu of vel upp. Skytturnar þeirra fengu of auðveld skot sem skilaði sér í mörkum. Ég er bjartsýnn á leikinn sem fram undan er, enda erum við með betra lið að mínu mati.“ Sverre er þess fullviss að spili íslenska liðið á eigin getu vinnist leikurinn á sunnudaginn. „Fyrst skildi ég ekki hvernig við töpuðum þessu en svo þegar litið er til baka sér maður margar glufur í varnarleiknum. Það verður að laga þetta og við erum að vinna í því þessa dagana og undirbúa okkur. Ég er nokkuð bjartsýnn, við ætlum okkur sigur,“ sagði Sverre sigurviss.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira