Hárskurður í hálfa öld Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. júní 2014 11:30 Hörður Jóhannsson og Þorbjörg Bergþórsdóttir eiga rakarastofuna Hjá Sigga hárskera. vísir/gva „Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastofunnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti. Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðssyni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sigurður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins. „Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörður. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar, enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“ Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna, kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél. Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram. Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“ bætir Hörður við léttur í lundu.Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og líta ansi vel út.vísir/gvaÞegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað. „Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar taka vel í þetta.“ Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaáhorfs.“ Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
„Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastofunnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti. Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðssyni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sigurður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins. „Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörður. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar, enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“ Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna, kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél. Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram. Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“ bætir Hörður við léttur í lundu.Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og líta ansi vel út.vísir/gvaÞegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað. „Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar taka vel í þetta.“ Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaáhorfs.“ Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira