Hárskurður í hálfa öld Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. júní 2014 11:30 Hörður Jóhannsson og Þorbjörg Bergþórsdóttir eiga rakarastofuna Hjá Sigga hárskera. vísir/gva „Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastofunnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti. Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðssyni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sigurður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins. „Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörður. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar, enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“ Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna, kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél. Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram. Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“ bætir Hörður við léttur í lundu.Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og líta ansi vel út.vísir/gvaÞegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað. „Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar taka vel í þetta.“ Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaáhorfs.“ Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00. Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastofunnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti. Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðssyni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sigurður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins. „Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörður. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar, enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“ Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna, kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél. Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram. Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“ bætir Hörður við léttur í lundu.Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og líta ansi vel út.vísir/gvaÞegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað. „Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar taka vel í þetta.“ Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaáhorfs.“ Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00.
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira