Lífið

Aðdáendur brjálaðir út í Britney

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Aðdáendur poppsöngkonunnar Britney Spears eru ekki sáttir eftir tónleika hennar í Las Vegas samkvæmt vefsíðunni RadarOnline.com.

Aðdáendurnir greiddu 2500 dollara hver, tæplega þrjú hundruð þúsund krónur, fyrir að eyða tíma með söngkonunni í sérstöku VIP-herbergi. Bjuggust aðdáendurnir við að geta spjallað mikið við prinsessuna en fengu aðeins þrjár sekúndur með henni.

„Aðdáendum var sagt að þeir mættu ekki faðma eða snerta Britney án hennar leyfis og að þeir mættu ekki gefa henni gjafir. Þegar þeir hittu hana loksins tóku þeir eina mynd af sér með henni og svo var hún farin. Hver aðdáandi fékk þrjár sekúndur með henni,“ segir heimildarmaður RadarOnline.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.