Lífið

Sameinaði frændur í fyrsta sinn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson kynntust í Berlín og halda af stað í tónleikaferðalag.
Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson kynntust í Berlín og halda af stað í tónleikaferðalag. visir/gva
„Ég var í langan tíma að reyna að koma því fyrir mig á hvern hann minnti mig, en svo barst talið að Skapta Ólafssyni og sagði hann þá, Skapti frændi, þeir höfðu þó aldrei hist,“ segir tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson, en hann samdi lag sérstaklega við texta Kára Waage fyrir frændurna og tónlistarmennina Sigga Björns og Skapta Ólafsson.

Frændurnir höfðu þó aldrei hist þó svo þeir séu báðir tónlistarmenn. „Þegar ég frétti að þeir hefðu aldrei hist ákvað ég að semja lag sem frændurnir áttu að syngja og hittust þeir í fyrsta sinn í stúdíóinu og fór ákaflega vel á með þeim,“ bætir Pálmi við.

Hljóðrituð voru þrjú lög og tvö af þeim koma út núna á næstunni, Tveir vinir, í flutningi Skapta og Sigga, og Tvær dúfur, sungið af Sigga.

Pálmi og Siggi Björns kynntust í Berlín þegar Pálmi bjó þar á síðasta ári. „Siggi hefur búið og starfað víða um heiminn síðustu 25 ár, lengst af í Danmörku og í Þýskalandi. Hann á þar mjög tryggan og stóran áheyrendahóp sem fylgir honum.“

Þeir félagar spiluðu talsvert saman í Berlín og víðar og ætla þeir að koma fram á nokkrum tónleikum hér á landi. „Við verðum á Eyrarbakka í kvöld, Siglufirði á morgun og Akureyri á föstudag.“ Þeir félagar koma svo fram í Reykjavík á sunnudag á Hátíð hafsins og á Café Rosenberg á mánudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.