Lífið

Íslenskur tvífari Davids Beckham

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Á þessum tveimur myndum sést hve líkir Sigurður og Beckham eru.
Á þessum tveimur myndum sést hve líkir Sigurður og Beckham eru. Mynd/úr einkasafni
„Mér hefur verið líkt við svo mikið af fólki að ég hef ekki spáð mikið í þessu,“ segir hinn 25 ára gamli Sigurður Örn Einarsson. Hann þykir vera sláandi líkur knattspyrnugoðinu David Beckham þó hann sé talsvert yngri en David sem verður fertugur á næsta ári. Sigurður tekur sjálfur ekki eftir þessum líkindum.

„Mér finnst ég ekki vera neitt sérstaklega líkur honum en það er betra að vera líkt við Beckham en til dæmis Bill Murray,“ segir hann og hlær.

„Ég hef heyrt þetta frá nokkrum upp á síðkastið sem ég þekki ekki neitt. Í síðustu viku voru held ég þrír sem líktu mér við Beckham,“ segir Sigurður en tekur fram að enginn hafi ruglast á þeim tveimur.

„Ég virði kallinn enda er hann goðsögn. En það hefur enginn tekið feil á okkur enn þá. Ef það gerist spila ég með. En mér hefur líka verið líkt við James Franco og í síðustu viku var mér líkt við Ryan Gosling. Ég hef fengið að heyra að ég líti út fyrir að vera hvaðan sem er eða ekki neins staðar frá,“ segir Sigurður glaður í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.