Ferðir hvala skýrast með hjálp Facebook Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Hvern og einn hval má þekkja á bakugga eða öðrum auðkennum, rétt eins og fingraför manna. mynd/www.icelandic-orcas.com Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“