Ferðir hvala skýrast með hjálp Facebook Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Hvern og einn hval má þekkja á bakugga eða öðrum auðkennum, rétt eins og fingraför manna. mynd/www.icelandic-orcas.com Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira