Ferðir hvala skýrast með hjálp Facebook Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Hvern og einn hval má þekkja á bakugga eða öðrum auðkennum, rétt eins og fingraför manna. mynd/www.icelandic-orcas.com Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira