Lífið

Hefur engan áhuga á pólitík

Álfrún Pálsdóttir skrifar
„Útgangspunkturinn er sá að ég er að finna mig sem Íslending og í raun að velta því fyrir mér í hvaða sveitafélagi mig langar að setjast að,“ segir hinn vandaði franski fjölmiðlamaður Níels Thibaud Girerd sem ætlar að hita upp fyrir sveitastjórnakosningarnar með því að taka yfir þáttinn Ísland í dag á Stöð 2 alla kosningavikuna.

Níels, eða Nilli eins og hann er betur þekktur, hefur lítið látið á sér kræla í sjónvarpinu undanfarið en segist nú snúa aftur með stæl og í raun á alvarlegri nótum en áður.

„Þó að þetta sé kosningaupphitun verða innslögin með léttu yfirbragði en ég flakka á milli fimm stærstu sveitafélaga landsins og tek púlsinn á íbúum.“

Nilli hittir Jón Gnarr í lokaþættinum en fráfarandi borgarstjóri er uppáhaldsstjórnmálamaður hans.Fréttablaðið/Gva
Fyrsti þáttur fer í loftið á mánudaginn og þá sækir Níels Reykjanesbæ heim. „Ég hitti borgarstjórann Árna Sigfússon, Leoncie og Einar Orra fótboltakappa sem öll reyna að sannfæra mig að setjast þar að. Í lokaþættinum sem verður kvöldið fyrir kosningadaginn sjálfan verð ég síðan með Jóni Gnarr borgarstjóra í minni fyrstu beinu útsendingu.“

Níels hefur, að eigin sögn nýlokið söngnámi, við virtan söngskóla í París. Hann er spenntur fyrir að fara aftur á skjáinn en er nokkuð stressaður þar sem hann engan áhuga á pólitík.

„Ég vona að eftir gerð þessara þátta verði ég aðeins fróðari um þetta litla land og hvar besta loftslagið og „cusine-ið“ er að finna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.