Listahátíð í Hörpu 22. maí 2014 12:00 Verk Önnu Þorvaldsdóttur, In the Light of Air, verður heimsfrumflutt í Hörpu á sunnudaginn. Fjöldi viðburða á Listahátíð í Reykjavík fer fram í tónlistarhúsinu Hörpu. Þeirra á meðal eru In the Light of Air, heimsfrumflutningur á nýju verki eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en verk hennar hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Það var hinn virti bandaríski nútímatónlistarhópur International Contemporary Ensemble (ICE) frá New York sem pantaði tónverkið hjá Önnu sem nú verður flutt í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. „Eina beiðni þeirra var að verkið yrði nógu langt fyrir heila tónleika. Ég réð sjálf hljóðfæraskipan og ákvað að hafa hljóðfærin aðeins fimm svo auðveldara væri að ferðast með verkið,“ segir Anna en verkið er fyrir víólu, selló, hörpu, píanó og slagverk. Auk þess koma tveir tæknimenn að uppsetningunni, enda er ljósainnsetning hluti af verkinu. „Ljósainnsetningin er mjög fíngerð og stýrist af flutningi hljóðfæraleikaranna og andardrætti þeirra,“ lýsir Anna sem einnig hannaði sjálf innsetningu úr klakaböndum listakonunnar Svönu Jósepsdóttur. „Þetta eru sérstakar málmplötur og ég fékk eina slíka eftir Svönu í jólagjöf. Mér fannst hún hljóma svo fallega og ákvað því að biðja Svönu um að smíða fyrir mig plötur í mörgum mismunandi stærðum og nota í innsetningu. Á ákveðnum tímapunkti í verkinu er síðan spilað á klakaböndin.“ Anna segir nokkra áskorun hafa legið í því að semja 45 mínútna verk enda hafi hún aldrei gert það áður. „Maður þarf að hugsa strúktúr og framvindu svo verkið sé í senn náttúrulegt en samt þannig að hver kafli hafi sitt sérstaka yfirbragð,“ segir hún.Viðburðir á Listahátíð í Reykjavík sem fram fara í Hörpu22. maí kl. 20. – Norðurljós Kammersveit Reykjavíkur: Pierrot-prójektið. Á opnunartónleikum Listahátíðar verður flutt verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg.23. maí kl. 19.30 – Eldborg Mahler nr. 3 í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.24. maí kl. 16. – Norðurljós Þrjár Shakespeare-sonnettur: Á tónleikum Kammerkórs Suðurlands verða frumfluttar á Íslandi þrjár Shakespeare-sonnettur eftir breska tónskáldið Sir John Tavener.24. maí kl. 20 – Eldborg Bryn Terfel: Velski bassabarítónsöngvarinn Bryn Terfel er á meðal ástsælustu söngvara samtímans.24. maí kl. 21 – Silfurberg Lee Ranaldo & Leah Singer: Sight Unseen er samvinnuverkefni hjónanna Lee Ranaldo og Leuh Singer þar sem tónlist og myndbandsverk fléttast saman. Lee Ranaldo er best þekktur sem gítarleikari Sonic Youth.25. maí kl. 20 – Norðurljós In the Light of Air: ICE Ensemble & Anna Þorvaldsdóttir.29. maí kl. 20 – Eldborg Khatia Buniatishvili: Georgíski píanóleikarinn Khatia Buniatishvili hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Sjá meira
Fjöldi viðburða á Listahátíð í Reykjavík fer fram í tónlistarhúsinu Hörpu. Þeirra á meðal eru In the Light of Air, heimsfrumflutningur á nýju verki eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en verk hennar hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Það var hinn virti bandaríski nútímatónlistarhópur International Contemporary Ensemble (ICE) frá New York sem pantaði tónverkið hjá Önnu sem nú verður flutt í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. „Eina beiðni þeirra var að verkið yrði nógu langt fyrir heila tónleika. Ég réð sjálf hljóðfæraskipan og ákvað að hafa hljóðfærin aðeins fimm svo auðveldara væri að ferðast með verkið,“ segir Anna en verkið er fyrir víólu, selló, hörpu, píanó og slagverk. Auk þess koma tveir tæknimenn að uppsetningunni, enda er ljósainnsetning hluti af verkinu. „Ljósainnsetningin er mjög fíngerð og stýrist af flutningi hljóðfæraleikaranna og andardrætti þeirra,“ lýsir Anna sem einnig hannaði sjálf innsetningu úr klakaböndum listakonunnar Svönu Jósepsdóttur. „Þetta eru sérstakar málmplötur og ég fékk eina slíka eftir Svönu í jólagjöf. Mér fannst hún hljóma svo fallega og ákvað því að biðja Svönu um að smíða fyrir mig plötur í mörgum mismunandi stærðum og nota í innsetningu. Á ákveðnum tímapunkti í verkinu er síðan spilað á klakaböndin.“ Anna segir nokkra áskorun hafa legið í því að semja 45 mínútna verk enda hafi hún aldrei gert það áður. „Maður þarf að hugsa strúktúr og framvindu svo verkið sé í senn náttúrulegt en samt þannig að hver kafli hafi sitt sérstaka yfirbragð,“ segir hún.Viðburðir á Listahátíð í Reykjavík sem fram fara í Hörpu22. maí kl. 20. – Norðurljós Kammersveit Reykjavíkur: Pierrot-prójektið. Á opnunartónleikum Listahátíðar verður flutt verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg.23. maí kl. 19.30 – Eldborg Mahler nr. 3 í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.24. maí kl. 16. – Norðurljós Þrjár Shakespeare-sonnettur: Á tónleikum Kammerkórs Suðurlands verða frumfluttar á Íslandi þrjár Shakespeare-sonnettur eftir breska tónskáldið Sir John Tavener.24. maí kl. 20 – Eldborg Bryn Terfel: Velski bassabarítónsöngvarinn Bryn Terfel er á meðal ástsælustu söngvara samtímans.24. maí kl. 21 – Silfurberg Lee Ranaldo & Leah Singer: Sight Unseen er samvinnuverkefni hjónanna Lee Ranaldo og Leuh Singer þar sem tónlist og myndbandsverk fléttast saman. Lee Ranaldo er best þekktur sem gítarleikari Sonic Youth.25. maí kl. 20 – Norðurljós In the Light of Air: ICE Ensemble & Anna Þorvaldsdóttir.29. maí kl. 20 – Eldborg Khatia Buniatishvili: Georgíski píanóleikarinn Khatia Buniatishvili hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Sjá meira