Lífið

Verðum að taka ábyrgð á andlegri heilsu

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Þóra Hlín Friðriksdóttir, með heildrænum þjálfara sínum og jógakennara sem hjálpar fólki að komast til betri heilsu.
Þóra Hlín Friðriksdóttir, með heildrænum þjálfara sínum og jógakennara sem hjálpar fólki að komast til betri heilsu.
Með mánaðar fyrirvara ákvað ég bara að skella mér til ótrúlegrar eyju í Taílandi sem heitir Koh Phangan. Þar fann ég mér frábæran jógakennara, naut lífsins í fimm vikur og kynntist dásamlegum stað,“ segir Þóra Hlín Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur og jógakennari.

Oreon-jógasetrið er umhverfi fyrir fólk sem þráir að hlúa að sjálfu sér en boðið var upp á ýmsar heildrænar heilsumeðferðir, detox, föstur og fleira.

„Fólk verður að taka ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Því langar mig að vekja athygli á þessum stað þar sem lífið var einfalt og fólkið var svo ótrúlega hamingjusamt. Maður býr að þessari reynslu alla ævi,“ segir Þóra Hlín.

Árið 2012 fór hún í sína fyrstu jógaferð til Indlands, sem hún segir vera miðpunkt jógaiðkunar í heiminum. Hún uppgötvaði mikilvægi þess að hafa kjarkinn til að ferðast og upplifa framandi staði á eigin forsendum.

Þóra Hlín æfði jóga tvisvar á dag í heilan mánuð og segist hafa tekið sína jógaiðkun á hærra plan eftir upplifunina.

„Þessi ferð fór fram úr mínum björtustu vonum því ég fylgdist með fólki sem kom þangað útúrstressað en yfirgaf staðinn eftir ellefu daga, geislandi og endurnært á líkama og sál. Mér leið stórkostlega þarna og hjartað er núna á réttum stað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.