Lífið

Latibær er fyrirmyndin

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Upphaflega réðst Hanna Kristín Skaftadóttir í að gera bækurnar vegna þess að sonur hennar, Mikael, glímir við málhömlun. Þau hafa gaman af því að lesa saman.
Upphaflega réðst Hanna Kristín Skaftadóttir í að gera bækurnar vegna þess að sonur hennar, Mikael, glímir við málhömlun. Þau hafa gaman af því að lesa saman. Vísir/Stefán
„Við stefnum hátt með þessar bækur. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hætti í vinnunni minni til að einbeita mér alfarið að þessu verkefni. Latibær byrjaði á sviði í náttfötunum og þau hafa aldeilis náð langt,“ segir Hanna Kristín Skaftadóttir.



Hún gefur út bækurnar fyrir börn með tal-og málþroskaraskanir undir heitinu MiMi Creations. Verkefnið er sannkallað fjölskylduverk þar sem Hjalti, maðurinn hennar, sér um að myndskreyta og söguhetjan, MiMi, er skírður í höfuðið á syni þeirra, Mikael, sem glímir við málhömlun.

Tákn með tali byggist á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Hanna segir bækurnar gagnast öllum börnum en helst þeim sem glími við málhömlun og að auki tvítyngdum börnum og börnum með Downs-heilkenni.

„Þetta er aðferðafræði sem flýtir fyrir og aðstoðar við máltöku barna. Bækurnar eru þýddar á fjögur tungumál og eru hinar einu sinnar tegundar í heiminum,“ segir Hanna Kristín.

Útgáfufögnuður verður í húsakynnum Forlagsins við Fiskislóð næstkomandi miðvikudag milli 16 og 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.