Innlent

Börn prófa siglinganám hjá Þyt

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Börnin fengu ýmist að prófa að sigla árabátum eða kajakbátum, og þau sem reyndari voru fengu að taka í seglbáta.
Börnin fengu ýmist að prófa að sigla árabátum eða kajakbátum, og þau sem reyndari voru fengu að taka í seglbáta. Fréttablaðið/GVA
Í gær bauð siglingaklúbburinn Þytur öllum 6. bekkingum í Hafnarfirði í kynningu á siglinganámskeiði sínu. Krakkarnir kíktu í Hafnarfjarðarhöfn í góða veðrinu og spreyttu sig á ýmiss konar fleyjum. Til boða stóð að sigla kayak eða árabát. Þeir sem höfðu reynslu af siglingum fengu að grípa í seglbáta.

Í sumar býður klúbburinn upp á siglinganámskeið fyrir krakka 10 ára og eldri, en þá læra börnin að sigla kayak og seglbátum, og læra einnig siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×