Lífið

Kynna íslenskar glæpasögur í Newcastle

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spennusagnahöfundunum Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni er boðið til Newcastle í Englandi um helgina til að kynna íslenskar glæpasögur á vegum bókasafnsins og háskólans þar í borg.

Yrsa og Ragnar halda tölu annað kvöld ásamt rithöfundinum Quentin Bates, sem er að skrifa röð glæpasagna sem gerast á Íslandi.

Íslenskar glæpasögur eru í brennidepli í Newcastle sem og sögulegar glæpasögur og konur og glæpasögur.

Meðal annarra rithöfunda sem koma fram eru John Lawton, Samantha Norman og Mari Hannah, en sú síðastnefnda vann til að mynda Polari-verðlaunin fyrir sína fyrstu skáldsögu, The Murder Wall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.