Plata sem mun græta steratröll Baldvin Þormóðsson skrifar 2. maí 2014 11:30 Prins Póló heldur tónleika í sumar. vísir/valli „Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira