Lífið

Ævintýralegt líf flugfreyjunnar í Dúbaí

Marín Manda skrifar
Við Natasha vinkona mín frá Malasíu.
Við Natasha vinkona mín frá Malasíu.
Hildur Hilmarsdóttir er með annan fótinn í Dubai þar sem hún starfar sem flugfreyja hjá Emirates Airlines. Hún lifir ævintýralegu lífi því það gefst einnig tími til að njóta sólarinnar og ýmissa vellystinga sem Dubai hefur upp á að bjóða. Fjölskyldan er dugleg að halda sambandi í gegnum Skype og vinkonurnar koma reglulega í heimsókn.

Við íslensku flugfreyjurnar reynum að hittast alltaf þegar við erum í fríi og hafa það huggulegt. Sigríður Birna og Sigríður Dóra flugfreyjur sóla sig.

Burj Khalifa
Ásamt því að vera flugfreyja er ég laganemi og er að taka einn áfanga í vor svo mikið af frítímanum fer í lestur. Ég reyni að finna mér fallega staði til þess að lesa á eins og til dæmis við Burj Khalifa, hæstu byggingu heims. Það hjálpar til við lesturinn.

Abu Dhabi Sheikh Zayed Grand Mosque, ein stærsta moska í heimi.
 Við vinkonurnar svo sannarlega duglegar að lyfta okkur upp þegar hægt er og brjóta upp vikuna með einhverju skemmtilegu eins og eyðimerkursafarí, fallhlífarstökki eða snekkjupartíum. 

Bekkjarfélagar mínir.
Eyðimerkursafarí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.