Lífið

Tískubloggari í sjónvarpsþætti

Baldvin Þormóðsson skrifar
Tavi hefur haldið út vinsælu tískubloggi síðan hún var tólf ára gömul.
Tavi hefur haldið út vinsælu tískubloggi síðan hún var tólf ára gömul. vísir/getty
Tískubloggarinn Tavi Gevinson þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum um helgina sem kvenpersónan Lauren í þættinum Parenthood.

Gevinson stóð sig vel í hlutverkinu en Lauren er kærasta annarrar kvenpersónu, Haddie Braverman. Báðar eru þær ungar stúlkur að styðja hvor aðra í að koma út úr hinum svokallaða skáp.

Í þættinum kynnir Braverman vinkonu sína Lauren fyrir foreldrum sínum sem virkilega góða vinkonu, og foreldrar ungu stúlkunnar skilja sem kærustu. Ekki var þó farin sama leið og í öðrum sápuóperum þar sem slík atriði eru dramatíseruð heldur var þátturinn í heild sinni raunveruleg og einlæg nálgun á ungt fólk og kynhneigð þess.

Tískubloggið má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.