Páskamatseðill Helgu Mogensen 17. apríl 2014 14:30 „Þegar hátíð ber að garði er svo gott að nýta tímann með vinum. Gleðjast yfir góðum mat og nærast þannig andlega og líkamlega,“ segir Helga Mogensen, sem deilir páskamatseðlinum á sínu heimili með lesendum Fréttablaðsins. „Maturinn skiptir miklu máli hjá mér og alltaf gaman að breyta til þótt íhaldssemi sé alltaf einhver. En svona lítur kvöldmatseðill út á mínu heimili yfir páskana.“Föstudagurinn langiBökuð bleikja með grænu salati og sítrónubakaðar kartöflur. Ofan á bleikjuna er gott að setja sweetchili-engifersósu. Sweetchili-engifersósa Hristið saman: 1 msk. sweetchili-sósa 50 ml ólífuolía Dálítið af grófu salti 1 msk. ferskur engifersafi Baðið bleikjuflökin í sósunni og bakið í góðu eldföstu formi í 10 mínútur við 190°C. Grænt blandað salat með kryddjurtum og jarðarberjum Smátt saxað spínat Smátt saxað klettasalat (rucola) Handfylli af steinselju Handfylli af kóríander Handfylli af mintu Saxið kryddjurtirnar smátt og setjið saman við græna salatið. Þvoið jarðarberin vel og skerið í fernt, blandið saman við og stráið smá balsamik yfir og skreytið með fetaosti. Sítrónubakaðar kartöflur 50 ml olía 2 msk. nýkreistur sítrónusafi 3 hvítlauksgeirar kreistir saman við 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2-3 stk. kartöflur á mann Hitið ofninn og byrjið á því að skera kartöflurnar í grófa bita. Setjið í gott ofnfast form. Hristið saman olíu og krydd ásamt sítrónusafa og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 200°C í um 30 mín. Skreytið með söxuðu dilli. Páskadagur Bakaður lambahryggur með rauðrófuappelsínusalati og sveppabláberjasósu. Lambahryggurinn er bakaður eins og hver og einn kýs best.Rauðrófuappelsínusalat 2 stk. rauðrófur 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Ólífuolía 3 appelsínur Handfylli af steinselju 100 g saxaðar valhnetur Pakkið rauðrófunum inn í álpappír og setjið inn í heitan ofninn og bakið við 190°C í 30-40 mín. Kælið niður og skrælið rauðrófurnar. Skerið niður í litla munnbita, skrælið appelsínurnar og skerið niður í munnbita, blandið vel saman og hellið salatsósunni yfir og skreytið með steinselju. Salatsósa 2 tsk. Dijon-sinnep 2 msk. eplaedik 100 ml ólífuolía 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Hristið allt vel saman og bætið mögulega meira salti saman við. Hristið allt vel saman og setjið yfir rauðrófuappelsínusalatið. Skreytið með saxaðri steinselju.Annar í páskumHnetusteikin góða með bökuðum sætum kartöflum, sveppasósu og fersku asísku salati. Í eftirrétt verður súkkulaðikaka með bláberjarjóma.Sveppasósa 500 g sveppir 1 laukur meðalstór 100 g smjör 2 stk. hvítlaukur 1 tsk. sítrónusafi Handfylli af saxaðri steinselju 1 tsk. paprikuduft Hnífsoddur af cayenne-pipar 1 -2 pk. kókoskrem 3 tsk. salt 2 tsk. svartur pipar 2 tsk. tamari- eða sojasósa 2 tsk. sætt sinnep Þvoið sveppina og saxið gróflega. Skrælið laukinn og hvítlaukinn og skerið gróflega niður. Bræðið smjörið í góðum potti og byrjið á því að mýkja laukinn og hvítlaukinn ásamt 1 tsk. af salti. Bætið sveppunum saman við og kryddum, sinnepi og sojasósu, látið malla þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Þá er kókoskremið sett saman við og áfram heldur sósan að malla. Smakkið til með grófu salti og grófum pipar. Maukið sósuna með töfrasprota. Hérna set ég smá rauðvín saman við en það er alls ekki nauðsynlegt. Smakkið sósuna til með grófu salti og svörtum pipar. Það sem er gott við þessa sósu er að hún er bragðgóður grunnur og auðvelt að laga að þínum smekk! Bætið t.d. kjötsoði saman við eða notið einungis rjóma. Sumum finnst gott að nota örlítið af rifsberjasultu og gera hana sæta. Rauðvín er dásamlegt saman við en alls ekki nauðsynlegt. Síðan er gott að frysta þessa sósu og eiga fyrir næstu veislu. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Þegar hátíð ber að garði er svo gott að nýta tímann með vinum. Gleðjast yfir góðum mat og nærast þannig andlega og líkamlega,“ segir Helga Mogensen, sem deilir páskamatseðlinum á sínu heimili með lesendum Fréttablaðsins. „Maturinn skiptir miklu máli hjá mér og alltaf gaman að breyta til þótt íhaldssemi sé alltaf einhver. En svona lítur kvöldmatseðill út á mínu heimili yfir páskana.“Föstudagurinn langiBökuð bleikja með grænu salati og sítrónubakaðar kartöflur. Ofan á bleikjuna er gott að setja sweetchili-engifersósu. Sweetchili-engifersósa Hristið saman: 1 msk. sweetchili-sósa 50 ml ólífuolía Dálítið af grófu salti 1 msk. ferskur engifersafi Baðið bleikjuflökin í sósunni og bakið í góðu eldföstu formi í 10 mínútur við 190°C. Grænt blandað salat með kryddjurtum og jarðarberjum Smátt saxað spínat Smátt saxað klettasalat (rucola) Handfylli af steinselju Handfylli af kóríander Handfylli af mintu Saxið kryddjurtirnar smátt og setjið saman við græna salatið. Þvoið jarðarberin vel og skerið í fernt, blandið saman við og stráið smá balsamik yfir og skreytið með fetaosti. Sítrónubakaðar kartöflur 50 ml olía 2 msk. nýkreistur sítrónusafi 3 hvítlauksgeirar kreistir saman við 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2-3 stk. kartöflur á mann Hitið ofninn og byrjið á því að skera kartöflurnar í grófa bita. Setjið í gott ofnfast form. Hristið saman olíu og krydd ásamt sítrónusafa og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 200°C í um 30 mín. Skreytið með söxuðu dilli. Páskadagur Bakaður lambahryggur með rauðrófuappelsínusalati og sveppabláberjasósu. Lambahryggurinn er bakaður eins og hver og einn kýs best.Rauðrófuappelsínusalat 2 stk. rauðrófur 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Ólífuolía 3 appelsínur Handfylli af steinselju 100 g saxaðar valhnetur Pakkið rauðrófunum inn í álpappír og setjið inn í heitan ofninn og bakið við 190°C í 30-40 mín. Kælið niður og skrælið rauðrófurnar. Skerið niður í litla munnbita, skrælið appelsínurnar og skerið niður í munnbita, blandið vel saman og hellið salatsósunni yfir og skreytið með steinselju. Salatsósa 2 tsk. Dijon-sinnep 2 msk. eplaedik 100 ml ólífuolía 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Hristið allt vel saman og bætið mögulega meira salti saman við. Hristið allt vel saman og setjið yfir rauðrófuappelsínusalatið. Skreytið með saxaðri steinselju.Annar í páskumHnetusteikin góða með bökuðum sætum kartöflum, sveppasósu og fersku asísku salati. Í eftirrétt verður súkkulaðikaka með bláberjarjóma.Sveppasósa 500 g sveppir 1 laukur meðalstór 100 g smjör 2 stk. hvítlaukur 1 tsk. sítrónusafi Handfylli af saxaðri steinselju 1 tsk. paprikuduft Hnífsoddur af cayenne-pipar 1 -2 pk. kókoskrem 3 tsk. salt 2 tsk. svartur pipar 2 tsk. tamari- eða sojasósa 2 tsk. sætt sinnep Þvoið sveppina og saxið gróflega. Skrælið laukinn og hvítlaukinn og skerið gróflega niður. Bræðið smjörið í góðum potti og byrjið á því að mýkja laukinn og hvítlaukinn ásamt 1 tsk. af salti. Bætið sveppunum saman við og kryddum, sinnepi og sojasósu, látið malla þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Þá er kókoskremið sett saman við og áfram heldur sósan að malla. Smakkið til með grófu salti og grófum pipar. Maukið sósuna með töfrasprota. Hérna set ég smá rauðvín saman við en það er alls ekki nauðsynlegt. Smakkið sósuna til með grófu salti og svörtum pipar. Það sem er gott við þessa sósu er að hún er bragðgóður grunnur og auðvelt að laga að þínum smekk! Bætið t.d. kjötsoði saman við eða notið einungis rjóma. Sumum finnst gott að nota örlítið af rifsberjasultu og gera hana sæta. Rauðvín er dásamlegt saman við en alls ekki nauðsynlegt. Síðan er gott að frysta þessa sósu og eiga fyrir næstu veislu.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira