Lítill kall á stórt svið Baldvin Þormóðsson skrifar 17. apríl 2014 12:00 Borgarleikhússtjóri segir Tiny Guy vera óhefðbundna sýningu. vísir/daníel „Þetta er í raun fyrirlestur sem fjallar um hvernig við tökum ákvarðanir og mannsheilann í því samhengi,“ segir Friðgeir Einarsson, aðalleikari og leikstjóri sýningarinnar Tiny Guy. „Við höldum að við höfum fulla stjórn á ákvörðunum okkar en svo virðist ekki vera.“ Ásamt Friðgeiri standa að sýningunni þeir Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og einnig bregður fyrir stórleikaranum Aron MacPherson í óvæntu hlutverki. „Fyrirlesturinn byggist á rannsóknum sem við höfum verið að gera á okkar eigin forsendum og höfum komist að ýmsu sem okkur þykir mikilvægt að komi fram í dagsljósið,“ segir Friðgeir en sýningin var fyrst sýnd í Háskóla Íslands á leiklistarhátíðinni Lókal. „Síðan fluttum við sýninguna í Mengi á Óðinsgötu sem er skemmtilegur lítill staður,“ segir Friðgeir en þeir hafa ákveðið að breiða úr sér á stóra sviði Borgarleikhússins. „Við þurfum ekki að breyta söguþræðinum en það er ýmislegt sem við þurfum að takast á við í tæknimálum og þurfum örugglega að stækka nokkur atriði til þess að búa til sömu upplifun á stóra sviðinu.“Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir sýninguna vera skemmtilega og óhefðbundna. „Þetta er hugmynd sem spratt upp innanhúss að fá þessa sýningu inn,“ segir Kristín. „Það var akkúrat eitt laust kvöld, 26. apríl, á stóra sviðinu og við vorum sjálf búin að sjá sýninguna og hafa gaman af þannig að við gripum tækifærið.“ „Síðan er bara gaman fyrir Borgarleikhúsið að fara í samstarf við Friðgeir, hann er einn af okkar björtustu vonum í þessari óhefðbundnu leiklist,“ segir leikhússtjórinn. Friðgeir segir að niðurstöður rannsóknanna sem kynntar verða í sýningunni séu mjög sláandi og að sýningin muni að öllum líkindum breyta lífi fólks. „Þetta ætti ekki að vera neitt verri dagskrá en hjá Jordan Belfort í Hörpu. Nema bara miklu ódýrara.“ Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
„Þetta er í raun fyrirlestur sem fjallar um hvernig við tökum ákvarðanir og mannsheilann í því samhengi,“ segir Friðgeir Einarsson, aðalleikari og leikstjóri sýningarinnar Tiny Guy. „Við höldum að við höfum fulla stjórn á ákvörðunum okkar en svo virðist ekki vera.“ Ásamt Friðgeiri standa að sýningunni þeir Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og einnig bregður fyrir stórleikaranum Aron MacPherson í óvæntu hlutverki. „Fyrirlesturinn byggist á rannsóknum sem við höfum verið að gera á okkar eigin forsendum og höfum komist að ýmsu sem okkur þykir mikilvægt að komi fram í dagsljósið,“ segir Friðgeir en sýningin var fyrst sýnd í Háskóla Íslands á leiklistarhátíðinni Lókal. „Síðan fluttum við sýninguna í Mengi á Óðinsgötu sem er skemmtilegur lítill staður,“ segir Friðgeir en þeir hafa ákveðið að breiða úr sér á stóra sviði Borgarleikhússins. „Við þurfum ekki að breyta söguþræðinum en það er ýmislegt sem við þurfum að takast á við í tæknimálum og þurfum örugglega að stækka nokkur atriði til þess að búa til sömu upplifun á stóra sviðinu.“Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir sýninguna vera skemmtilega og óhefðbundna. „Þetta er hugmynd sem spratt upp innanhúss að fá þessa sýningu inn,“ segir Kristín. „Það var akkúrat eitt laust kvöld, 26. apríl, á stóra sviðinu og við vorum sjálf búin að sjá sýninguna og hafa gaman af þannig að við gripum tækifærið.“ „Síðan er bara gaman fyrir Borgarleikhúsið að fara í samstarf við Friðgeir, hann er einn af okkar björtustu vonum í þessari óhefðbundnu leiklist,“ segir leikhússtjórinn. Friðgeir segir að niðurstöður rannsóknanna sem kynntar verða í sýningunni séu mjög sláandi og að sýningin muni að öllum líkindum breyta lífi fólks. „Þetta ætti ekki að vera neitt verri dagskrá en hjá Jordan Belfort í Hörpu. Nema bara miklu ódýrara.“
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið