Lífið

Prinsinum finnst full-orðna fólkið skrítið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Mér fannst geggjað þegar ljósið kom sem breytti hvítum lit í skærblátt og lýsti upp hárið á litla prinsinum.
Mér fannst geggjað þegar ljósið kom sem breytti hvítum lit í skærblátt og lýsti upp hárið á litla prinsinum. Fréttablaðið/Daníel
Hafðir þú lesið eða heyrt bókina um Litla prinsinn áður en þú fórst á sýninguna?



„Ég var nýbúinn að lesa byrjunina á bókinni þegar ég fór á sýninguna en ég á eftir að klára hana.“

Hvernig fannst þér sýningunni takast að koma bókinni til skila?

„Mér fannst flott og hræðilegt hvernig flugvélin brotlenti í eyðimörkinni. Mér fannst miklu, miklu, miklu skemmtilegra þegar ég horfði á sýninguna en þegar ég las bókina.“

Fannst þér litli prinsinn trúverðug persóna?

„Mér fannst hún smá bæði. Mér fannst skrítið að hún var bara venjuleg stelpa og maður sá alveg þegar hún breytti sér í litla prinsinn.“

En hinar persónurnar?

„Kóngurinn sem Edda lék var ótrúlega fyndinn! Svo fannst mér flugmaðurinn skemmtilegur og líka diskómaðurinn.“

Hvernig fannst þér leikararnir standa sig?

„Vel. Mér fannst þeir fyndnir. Mér fannst soldið sérstakt hvað litli prinsinn sagði oft að fullorðna fólkið væri skrítið.“

Hvernig fannst þér sviðsmyndin?

„Mér fannst ótrúlega flott að hreyfillinn á flugvélinni gat snúist í hringi. En mér fannst ekki flott að eldfjöllin voru svona lítil.“

En tónlistin?

„Skemmtileg. Fjörug og sorgleg.“

Fannst þér lýsing og hljóðmynd styðja við það sem var að gerast hverju sinni?

„Mér fannst lýsingin mjög flott. Geggjað þegar ljósið kom sem breytti hvítum lit í skærblátt og lýsti upp hárið á litla prinsinum. Hljóðin í flugvélinni voru líka flott.“

Sumir hafa talað um að erfitt sé að skilja textann, fannst þér það?

„Nei, nei, sagan fjallaði um litla prinsinn sem bað flugmanninn um að teikna fyrir sig mynd af kind.“

Hvað stóð að þínu mati upp úr í sýningunni?

„Þegar flugmaðurinn setti hreyfilinn í gang og flaug upp í loftið.

Myndirðu mæla með þessari sýningu fyrir aðra krakka og ef já, hvers vegna?

„Jáhá. Allir ættu að sjá Litla prinsinn af því að leiksýningin er svo góð og flott.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.