Saga úr sakamáli Gestur Jónsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Árið 2008 starfaði ungur lögmaður hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Hann fékk erindi frá fyrirtæki í Dubai sem óskaði milligöngu um viðræður við breskt fyrirtæki sem að stærstum hluta var í eigu íslenskra aðila. Þetta leiddi til viðræðna milli eigenda þessara tveggja fyrirtækja sem urðu til þess að gert var svokallað forsamkomulag (heads of terms) um kaup Dubai-félagsins á 30% af breska fyrirtækinu miðað við að heildarverð þess væri 100 milljónir punda.Vitni hjá lögreglu Árið 2010 var lögmaðurinn kallaður sem vitni til skýrslugjafar hjá sérstökum saksóknara þar sem yfir stóð rannsókn á því hvort verðið sem um var samið í forsamkomulaginu gæti átt við rök að styðjast. Grunsemdir voru um að verðákvörðunin í forsamningnum væri einhliða tilbúningur seljandans og tekin í því skyni að skapa grundvöll til lántöku hjá Glitni. Lögmaðurinn lýsti því fyrir lögreglu að hann hefði setið samningafundi með fulltrúum seljenda og kaupanda bæði í Englandi og Dubai. Hann lýsti eftir bestu getu ýmsum þáttum í undirbúningi viðskiptanna. Gat þess að hann myndi þetta ekki vel en eflaust væri hægt að finna einhver svör við spurningum rannsakenda með því að fara í tölvupósta og vinnugögn hans hjá Kaupþingi. Við starfslok hans hjá bankanum hefði hann, rétt eins og aðrir starfsmenn, verið sviptur aðgangi að vinnugögnum sínum og gæti því ekki gengið úr skugga um það sjálfur hvernig þetta hefði gengið fyrir sig.Vitni fyrir dómi Árið 2014 var lögmaðurinn boðaður til þess að gefa skýrslu í sakamáli um ofangreind atvik fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir orð eins verjenda í málinu tókst að afla heimildar réttra aðila til þess að lögmaðurinn fengi komið á skrifstofu slitastjórnar Kaupþings þar sem hann skoðaði vinnugögn sín. Þar kom m.a. í ljós að lögmaðurinn hafði ásamt starfsfélaga sínum farið sérstaka ferð frá London til annarrar enskrar borgar þar sem höfuðstöðvar breska fyrirtækisins voru. Þeir hittu æðstu stjórnendur félagsins sem kynntu komumönnum rekstur félagsins, rekstraráætlanir og framtíðarsýn stjórnenda um reksturinn. Á grundvelli upplýsinganna og gagnanna sem þannig fengust vann fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings verðmat á félaginu. Niðurstaðan var að eiginfjárvirði þess væri 121 milljón punda. Matið, ásamt forsendum og útreikningum, hafði verið sent forstjóra stærsta hluthafa félagsins áður en hann hóf viðræðurnar við mennina frá Dubai. Þá kom einnig í ljós bréf frá forsvarsmanni kaupandans þar sem fram kom sýn hans á verðmæti félagsins sem hann taldi vera í efri hluta verðbilsins 90-100 milljónir punda. Nokkrum vikum síðar urðu aðilar sammála um 100 milljóna punda verðið sem fram kemur í forsamningnum.Gölluð rannsókn Vart verður deilt um mikilvægi þess fyrir rekstur sakamálsins að umræddar upplýsingar komu fram. Enginn vill verða til þess að saklaus maður verði sakfelldur. Skylda rannsakenda er jafnt sú að draga inn í mál það sem kann að leiða til sýknu og hitt sem leiða kann til sakfellis. Spurningin verður hvernig það gat gerst að grundvallargögn eins og hér um ræðir skiluðu sér ekki í hús við rannsókn málsins.Gleymin vitni Í fréttum af dómsmálum er iðulega sagt frá því að vitni og sakborningar „beri fyrir sig“ að þeir muni ekki atvik. Lögmaðurinn sem um getur er enginn meðalmaður. Samt mundi hann ekki við yfirheyrslu hjá lögreglu eftir ferðalagi, fundi og stórum verkþætti í verkefni sem hann hafði tekið þátt í tveimur árum áður. Um leið og hann fékk aðgang að eigin gögnum gat hann upplýst um þessi atvik sem eru svo mikilvæg fyrir rannsókn málsins.Minnið er brotakennt Þeir sem þekkja til skýrslutöku af vitnum um löngu orðin atvik gera sér grein fyrir því hve brotakennt minnið er. Til þess að fá fram réttar upplýsingar ber rannsakendum að tryggja að vitni hafi aðgang að þeim gögnum sem geta stuðlað að réttum framburði. Varði atvikin sem eru til rannsóknar starf vitnis ber rannsakendum í tilviki eins og hér um ræðir að tryggja vitninu aðgang að sínum eigin gögnum sé slíkt unnt. Skoðun samtímagagna er langáreiðanlegasta leiðin til þess að leiða hið sanna í ljós.Hlutverk verjanda Í nýlegum dómi í svokölluðu Al Thani-máli var fundið að því að verjendur hefðu rætt við vitni í málinu og borið undir þau gögn. Var þessi háttsemi verjendanna meira að segja talin andstæð lögum. Taldi dómurinn þetta leiða til þess að þau vitni væru ekki trúverðug sem verjendur höfðu rætt við. Undirritaður telur þessa afstöðu dómenda ranga. Í lögum er engin regla um bann við því að verjandi ræði við vitni. Þvert á móti er í 35. gr. sakamálalaganna mælt fyrir um skyldu verjanda til þess að draga fram í máli allt sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans í hvívetna. Verjandi getur auðvitað ekki dregið inn í mál upplýsingar sem gætu orðið skjólstæðingi til sýknu eða hagsbóta án þess að leita til þeirra sem þekkja atvikin, þ.e. vitnanna í málinu. Engum öðrum er til að dreifa sem geta orðið að liði. Svo vill til að í málinu sem nú er fyrir dómi féllst dómforseti á og bókaði um það sérstaklega, að verjendum væri heimilt að ræða við vitni og leita upplýsinga með þeim hætti. Hefði það ekki verið gert er eins víst að sakamálið hefði verið tekið til dóms án þess að réttar upplýsingar hefðu legið fyrir. Þess getur enginn óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 starfaði ungur lögmaður hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Hann fékk erindi frá fyrirtæki í Dubai sem óskaði milligöngu um viðræður við breskt fyrirtæki sem að stærstum hluta var í eigu íslenskra aðila. Þetta leiddi til viðræðna milli eigenda þessara tveggja fyrirtækja sem urðu til þess að gert var svokallað forsamkomulag (heads of terms) um kaup Dubai-félagsins á 30% af breska fyrirtækinu miðað við að heildarverð þess væri 100 milljónir punda.Vitni hjá lögreglu Árið 2010 var lögmaðurinn kallaður sem vitni til skýrslugjafar hjá sérstökum saksóknara þar sem yfir stóð rannsókn á því hvort verðið sem um var samið í forsamkomulaginu gæti átt við rök að styðjast. Grunsemdir voru um að verðákvörðunin í forsamningnum væri einhliða tilbúningur seljandans og tekin í því skyni að skapa grundvöll til lántöku hjá Glitni. Lögmaðurinn lýsti því fyrir lögreglu að hann hefði setið samningafundi með fulltrúum seljenda og kaupanda bæði í Englandi og Dubai. Hann lýsti eftir bestu getu ýmsum þáttum í undirbúningi viðskiptanna. Gat þess að hann myndi þetta ekki vel en eflaust væri hægt að finna einhver svör við spurningum rannsakenda með því að fara í tölvupósta og vinnugögn hans hjá Kaupþingi. Við starfslok hans hjá bankanum hefði hann, rétt eins og aðrir starfsmenn, verið sviptur aðgangi að vinnugögnum sínum og gæti því ekki gengið úr skugga um það sjálfur hvernig þetta hefði gengið fyrir sig.Vitni fyrir dómi Árið 2014 var lögmaðurinn boðaður til þess að gefa skýrslu í sakamáli um ofangreind atvik fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir orð eins verjenda í málinu tókst að afla heimildar réttra aðila til þess að lögmaðurinn fengi komið á skrifstofu slitastjórnar Kaupþings þar sem hann skoðaði vinnugögn sín. Þar kom m.a. í ljós að lögmaðurinn hafði ásamt starfsfélaga sínum farið sérstaka ferð frá London til annarrar enskrar borgar þar sem höfuðstöðvar breska fyrirtækisins voru. Þeir hittu æðstu stjórnendur félagsins sem kynntu komumönnum rekstur félagsins, rekstraráætlanir og framtíðarsýn stjórnenda um reksturinn. Á grundvelli upplýsinganna og gagnanna sem þannig fengust vann fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings verðmat á félaginu. Niðurstaðan var að eiginfjárvirði þess væri 121 milljón punda. Matið, ásamt forsendum og útreikningum, hafði verið sent forstjóra stærsta hluthafa félagsins áður en hann hóf viðræðurnar við mennina frá Dubai. Þá kom einnig í ljós bréf frá forsvarsmanni kaupandans þar sem fram kom sýn hans á verðmæti félagsins sem hann taldi vera í efri hluta verðbilsins 90-100 milljónir punda. Nokkrum vikum síðar urðu aðilar sammála um 100 milljóna punda verðið sem fram kemur í forsamningnum.Gölluð rannsókn Vart verður deilt um mikilvægi þess fyrir rekstur sakamálsins að umræddar upplýsingar komu fram. Enginn vill verða til þess að saklaus maður verði sakfelldur. Skylda rannsakenda er jafnt sú að draga inn í mál það sem kann að leiða til sýknu og hitt sem leiða kann til sakfellis. Spurningin verður hvernig það gat gerst að grundvallargögn eins og hér um ræðir skiluðu sér ekki í hús við rannsókn málsins.Gleymin vitni Í fréttum af dómsmálum er iðulega sagt frá því að vitni og sakborningar „beri fyrir sig“ að þeir muni ekki atvik. Lögmaðurinn sem um getur er enginn meðalmaður. Samt mundi hann ekki við yfirheyrslu hjá lögreglu eftir ferðalagi, fundi og stórum verkþætti í verkefni sem hann hafði tekið þátt í tveimur árum áður. Um leið og hann fékk aðgang að eigin gögnum gat hann upplýst um þessi atvik sem eru svo mikilvæg fyrir rannsókn málsins.Minnið er brotakennt Þeir sem þekkja til skýrslutöku af vitnum um löngu orðin atvik gera sér grein fyrir því hve brotakennt minnið er. Til þess að fá fram réttar upplýsingar ber rannsakendum að tryggja að vitni hafi aðgang að þeim gögnum sem geta stuðlað að réttum framburði. Varði atvikin sem eru til rannsóknar starf vitnis ber rannsakendum í tilviki eins og hér um ræðir að tryggja vitninu aðgang að sínum eigin gögnum sé slíkt unnt. Skoðun samtímagagna er langáreiðanlegasta leiðin til þess að leiða hið sanna í ljós.Hlutverk verjanda Í nýlegum dómi í svokölluðu Al Thani-máli var fundið að því að verjendur hefðu rætt við vitni í málinu og borið undir þau gögn. Var þessi háttsemi verjendanna meira að segja talin andstæð lögum. Taldi dómurinn þetta leiða til þess að þau vitni væru ekki trúverðug sem verjendur höfðu rætt við. Undirritaður telur þessa afstöðu dómenda ranga. Í lögum er engin regla um bann við því að verjandi ræði við vitni. Þvert á móti er í 35. gr. sakamálalaganna mælt fyrir um skyldu verjanda til þess að draga fram í máli allt sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans í hvívetna. Verjandi getur auðvitað ekki dregið inn í mál upplýsingar sem gætu orðið skjólstæðingi til sýknu eða hagsbóta án þess að leita til þeirra sem þekkja atvikin, þ.e. vitnanna í málinu. Engum öðrum er til að dreifa sem geta orðið að liði. Svo vill til að í málinu sem nú er fyrir dómi féllst dómforseti á og bókaði um það sérstaklega, að verjendum væri heimilt að ræða við vitni og leita upplýsinga með þeim hætti. Hefði það ekki verið gert er eins víst að sakamálið hefði verið tekið til dóms án þess að réttar upplýsingar hefðu legið fyrir. Þess getur enginn óskað.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun