Saga úr sakamáli Gestur Jónsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Árið 2008 starfaði ungur lögmaður hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Hann fékk erindi frá fyrirtæki í Dubai sem óskaði milligöngu um viðræður við breskt fyrirtæki sem að stærstum hluta var í eigu íslenskra aðila. Þetta leiddi til viðræðna milli eigenda þessara tveggja fyrirtækja sem urðu til þess að gert var svokallað forsamkomulag (heads of terms) um kaup Dubai-félagsins á 30% af breska fyrirtækinu miðað við að heildarverð þess væri 100 milljónir punda.Vitni hjá lögreglu Árið 2010 var lögmaðurinn kallaður sem vitni til skýrslugjafar hjá sérstökum saksóknara þar sem yfir stóð rannsókn á því hvort verðið sem um var samið í forsamkomulaginu gæti átt við rök að styðjast. Grunsemdir voru um að verðákvörðunin í forsamningnum væri einhliða tilbúningur seljandans og tekin í því skyni að skapa grundvöll til lántöku hjá Glitni. Lögmaðurinn lýsti því fyrir lögreglu að hann hefði setið samningafundi með fulltrúum seljenda og kaupanda bæði í Englandi og Dubai. Hann lýsti eftir bestu getu ýmsum þáttum í undirbúningi viðskiptanna. Gat þess að hann myndi þetta ekki vel en eflaust væri hægt að finna einhver svör við spurningum rannsakenda með því að fara í tölvupósta og vinnugögn hans hjá Kaupþingi. Við starfslok hans hjá bankanum hefði hann, rétt eins og aðrir starfsmenn, verið sviptur aðgangi að vinnugögnum sínum og gæti því ekki gengið úr skugga um það sjálfur hvernig þetta hefði gengið fyrir sig.Vitni fyrir dómi Árið 2014 var lögmaðurinn boðaður til þess að gefa skýrslu í sakamáli um ofangreind atvik fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir orð eins verjenda í málinu tókst að afla heimildar réttra aðila til þess að lögmaðurinn fengi komið á skrifstofu slitastjórnar Kaupþings þar sem hann skoðaði vinnugögn sín. Þar kom m.a. í ljós að lögmaðurinn hafði ásamt starfsfélaga sínum farið sérstaka ferð frá London til annarrar enskrar borgar þar sem höfuðstöðvar breska fyrirtækisins voru. Þeir hittu æðstu stjórnendur félagsins sem kynntu komumönnum rekstur félagsins, rekstraráætlanir og framtíðarsýn stjórnenda um reksturinn. Á grundvelli upplýsinganna og gagnanna sem þannig fengust vann fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings verðmat á félaginu. Niðurstaðan var að eiginfjárvirði þess væri 121 milljón punda. Matið, ásamt forsendum og útreikningum, hafði verið sent forstjóra stærsta hluthafa félagsins áður en hann hóf viðræðurnar við mennina frá Dubai. Þá kom einnig í ljós bréf frá forsvarsmanni kaupandans þar sem fram kom sýn hans á verðmæti félagsins sem hann taldi vera í efri hluta verðbilsins 90-100 milljónir punda. Nokkrum vikum síðar urðu aðilar sammála um 100 milljóna punda verðið sem fram kemur í forsamningnum.Gölluð rannsókn Vart verður deilt um mikilvægi þess fyrir rekstur sakamálsins að umræddar upplýsingar komu fram. Enginn vill verða til þess að saklaus maður verði sakfelldur. Skylda rannsakenda er jafnt sú að draga inn í mál það sem kann að leiða til sýknu og hitt sem leiða kann til sakfellis. Spurningin verður hvernig það gat gerst að grundvallargögn eins og hér um ræðir skiluðu sér ekki í hús við rannsókn málsins.Gleymin vitni Í fréttum af dómsmálum er iðulega sagt frá því að vitni og sakborningar „beri fyrir sig“ að þeir muni ekki atvik. Lögmaðurinn sem um getur er enginn meðalmaður. Samt mundi hann ekki við yfirheyrslu hjá lögreglu eftir ferðalagi, fundi og stórum verkþætti í verkefni sem hann hafði tekið þátt í tveimur árum áður. Um leið og hann fékk aðgang að eigin gögnum gat hann upplýst um þessi atvik sem eru svo mikilvæg fyrir rannsókn málsins.Minnið er brotakennt Þeir sem þekkja til skýrslutöku af vitnum um löngu orðin atvik gera sér grein fyrir því hve brotakennt minnið er. Til þess að fá fram réttar upplýsingar ber rannsakendum að tryggja að vitni hafi aðgang að þeim gögnum sem geta stuðlað að réttum framburði. Varði atvikin sem eru til rannsóknar starf vitnis ber rannsakendum í tilviki eins og hér um ræðir að tryggja vitninu aðgang að sínum eigin gögnum sé slíkt unnt. Skoðun samtímagagna er langáreiðanlegasta leiðin til þess að leiða hið sanna í ljós.Hlutverk verjanda Í nýlegum dómi í svokölluðu Al Thani-máli var fundið að því að verjendur hefðu rætt við vitni í málinu og borið undir þau gögn. Var þessi háttsemi verjendanna meira að segja talin andstæð lögum. Taldi dómurinn þetta leiða til þess að þau vitni væru ekki trúverðug sem verjendur höfðu rætt við. Undirritaður telur þessa afstöðu dómenda ranga. Í lögum er engin regla um bann við því að verjandi ræði við vitni. Þvert á móti er í 35. gr. sakamálalaganna mælt fyrir um skyldu verjanda til þess að draga fram í máli allt sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans í hvívetna. Verjandi getur auðvitað ekki dregið inn í mál upplýsingar sem gætu orðið skjólstæðingi til sýknu eða hagsbóta án þess að leita til þeirra sem þekkja atvikin, þ.e. vitnanna í málinu. Engum öðrum er til að dreifa sem geta orðið að liði. Svo vill til að í málinu sem nú er fyrir dómi féllst dómforseti á og bókaði um það sérstaklega, að verjendum væri heimilt að ræða við vitni og leita upplýsinga með þeim hætti. Hefði það ekki verið gert er eins víst að sakamálið hefði verið tekið til dóms án þess að réttar upplýsingar hefðu legið fyrir. Þess getur enginn óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 starfaði ungur lögmaður hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Hann fékk erindi frá fyrirtæki í Dubai sem óskaði milligöngu um viðræður við breskt fyrirtæki sem að stærstum hluta var í eigu íslenskra aðila. Þetta leiddi til viðræðna milli eigenda þessara tveggja fyrirtækja sem urðu til þess að gert var svokallað forsamkomulag (heads of terms) um kaup Dubai-félagsins á 30% af breska fyrirtækinu miðað við að heildarverð þess væri 100 milljónir punda.Vitni hjá lögreglu Árið 2010 var lögmaðurinn kallaður sem vitni til skýrslugjafar hjá sérstökum saksóknara þar sem yfir stóð rannsókn á því hvort verðið sem um var samið í forsamkomulaginu gæti átt við rök að styðjast. Grunsemdir voru um að verðákvörðunin í forsamningnum væri einhliða tilbúningur seljandans og tekin í því skyni að skapa grundvöll til lántöku hjá Glitni. Lögmaðurinn lýsti því fyrir lögreglu að hann hefði setið samningafundi með fulltrúum seljenda og kaupanda bæði í Englandi og Dubai. Hann lýsti eftir bestu getu ýmsum þáttum í undirbúningi viðskiptanna. Gat þess að hann myndi þetta ekki vel en eflaust væri hægt að finna einhver svör við spurningum rannsakenda með því að fara í tölvupósta og vinnugögn hans hjá Kaupþingi. Við starfslok hans hjá bankanum hefði hann, rétt eins og aðrir starfsmenn, verið sviptur aðgangi að vinnugögnum sínum og gæti því ekki gengið úr skugga um það sjálfur hvernig þetta hefði gengið fyrir sig.Vitni fyrir dómi Árið 2014 var lögmaðurinn boðaður til þess að gefa skýrslu í sakamáli um ofangreind atvik fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir orð eins verjenda í málinu tókst að afla heimildar réttra aðila til þess að lögmaðurinn fengi komið á skrifstofu slitastjórnar Kaupþings þar sem hann skoðaði vinnugögn sín. Þar kom m.a. í ljós að lögmaðurinn hafði ásamt starfsfélaga sínum farið sérstaka ferð frá London til annarrar enskrar borgar þar sem höfuðstöðvar breska fyrirtækisins voru. Þeir hittu æðstu stjórnendur félagsins sem kynntu komumönnum rekstur félagsins, rekstraráætlanir og framtíðarsýn stjórnenda um reksturinn. Á grundvelli upplýsinganna og gagnanna sem þannig fengust vann fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings verðmat á félaginu. Niðurstaðan var að eiginfjárvirði þess væri 121 milljón punda. Matið, ásamt forsendum og útreikningum, hafði verið sent forstjóra stærsta hluthafa félagsins áður en hann hóf viðræðurnar við mennina frá Dubai. Þá kom einnig í ljós bréf frá forsvarsmanni kaupandans þar sem fram kom sýn hans á verðmæti félagsins sem hann taldi vera í efri hluta verðbilsins 90-100 milljónir punda. Nokkrum vikum síðar urðu aðilar sammála um 100 milljóna punda verðið sem fram kemur í forsamningnum.Gölluð rannsókn Vart verður deilt um mikilvægi þess fyrir rekstur sakamálsins að umræddar upplýsingar komu fram. Enginn vill verða til þess að saklaus maður verði sakfelldur. Skylda rannsakenda er jafnt sú að draga inn í mál það sem kann að leiða til sýknu og hitt sem leiða kann til sakfellis. Spurningin verður hvernig það gat gerst að grundvallargögn eins og hér um ræðir skiluðu sér ekki í hús við rannsókn málsins.Gleymin vitni Í fréttum af dómsmálum er iðulega sagt frá því að vitni og sakborningar „beri fyrir sig“ að þeir muni ekki atvik. Lögmaðurinn sem um getur er enginn meðalmaður. Samt mundi hann ekki við yfirheyrslu hjá lögreglu eftir ferðalagi, fundi og stórum verkþætti í verkefni sem hann hafði tekið þátt í tveimur árum áður. Um leið og hann fékk aðgang að eigin gögnum gat hann upplýst um þessi atvik sem eru svo mikilvæg fyrir rannsókn málsins.Minnið er brotakennt Þeir sem þekkja til skýrslutöku af vitnum um löngu orðin atvik gera sér grein fyrir því hve brotakennt minnið er. Til þess að fá fram réttar upplýsingar ber rannsakendum að tryggja að vitni hafi aðgang að þeim gögnum sem geta stuðlað að réttum framburði. Varði atvikin sem eru til rannsóknar starf vitnis ber rannsakendum í tilviki eins og hér um ræðir að tryggja vitninu aðgang að sínum eigin gögnum sé slíkt unnt. Skoðun samtímagagna er langáreiðanlegasta leiðin til þess að leiða hið sanna í ljós.Hlutverk verjanda Í nýlegum dómi í svokölluðu Al Thani-máli var fundið að því að verjendur hefðu rætt við vitni í málinu og borið undir þau gögn. Var þessi háttsemi verjendanna meira að segja talin andstæð lögum. Taldi dómurinn þetta leiða til þess að þau vitni væru ekki trúverðug sem verjendur höfðu rætt við. Undirritaður telur þessa afstöðu dómenda ranga. Í lögum er engin regla um bann við því að verjandi ræði við vitni. Þvert á móti er í 35. gr. sakamálalaganna mælt fyrir um skyldu verjanda til þess að draga fram í máli allt sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans í hvívetna. Verjandi getur auðvitað ekki dregið inn í mál upplýsingar sem gætu orðið skjólstæðingi til sýknu eða hagsbóta án þess að leita til þeirra sem þekkja atvikin, þ.e. vitnanna í málinu. Engum öðrum er til að dreifa sem geta orðið að liði. Svo vill til að í málinu sem nú er fyrir dómi féllst dómforseti á og bókaði um það sérstaklega, að verjendum væri heimilt að ræða við vitni og leita upplýsinga með þeim hætti. Hefði það ekki verið gert er eins víst að sakamálið hefði verið tekið til dóms án þess að réttar upplýsingar hefðu legið fyrir. Þess getur enginn óskað.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar