Lífið

Mammút á ferðalagi

Snærós Sindradóttir skrifar
Kata, Arnar, Ása, Alexandra og Andri skipa sveitina Mammút
Kata, Arnar, Ása, Alexandra og Andri skipa sveitina Mammút Mynd/Ronja Mogensen
Hljómsveitin Mammút hefur lagt upp í tónleikaferð um landið en sveitin kom fram á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi.

Alexandra Baldursdóttir gítarleikari sveitarinnar segir að um hringferð um landið sé að ræða því eftir tónleikana á Akureyri verði allir Austfirðirnir þræddir áður en haldið er heim til Reykjavíkur.

Sveitin kemur fram á Eskifirði í kvöld og hafa nokkrir rokkþyrstir Austfirðingar lýst því yfir að þeir séu spenntir fyrir komu bandsins í bæinn. 

Sveitin birti þetta myndband á Facebook-síðu sinn í gærkvöldi en það sýnir hríðarbyl á leið Mammút norður. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.