Lífið

Endurmat lífið eftir alvarlegt bílslys

Baldvin Þormóðsson skrifar
Svala og Einar voru illa farin eftir slysið.
Svala og Einar voru illa farin eftir slysið.
„Ég er alltaf með beltið spennt, sama hvar ég sit í bílnum,“ segir tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en hún lenti í alvarlegu bílslysi ásamt manni sínum, Einari Egilssyni, og bræðrum hans, þeim Erling og Eðvarð, og föður þeirra, Agli Eðvarðssyni, fyrir sex árum.

„Ég er ennþá afskaplega bílhrædd og vil helst að Einar, maðurinn minn, keyri en ef einhver annar er við stýrið verð ég mjög óróleg og kvíðin,“ segir Svala og bætir því við að hún og Einar hafi þurft að takast á við ýmsa kvilla eftir slysið.

„Einar hefur þurft að ganga í gegnum margt á þessum sex árum heilsufarslega séð en hann er bara svo jákvæður og duglegur að við látum ekkert stoppa okkur,“ segir Svala sem er ákaflega þakklát þeim sem björguðu þeim eftir bílslysið.

„Við erum endalaust þakklát þeim læknum uppi á Borgar- og Landspítala sem björguðu lífi okkar með því að framkvæma erfiðar aðgerðir á okkur. Algjörar hetjur þar, maður kvartar ekki þegar maður lifir svona atburð af, þetta var svo svakalegt bílslys og þess vegna er lífið svo dýrmætt,“ segir Svala sem vill vekja athygli á öryggi í umferðinni og notkun sætisbelta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.