Lífið

Ekki sátt við viðurnefnið

Baldvin Þormóðsson skrifar
Scarlett Johansson er glæsileg kona.
Scarlett Johansson er glæsileg kona. mynd/getty
Leikkonan Scarlett Johansson segir viðurnefni sitt ScarJo vera niðurlægjandi.

„Þessi stytting minnir mig bara á poppstjörnur,“ segir Scarlett í viðtali við tímaritið Glamour.

„Það er svo asnalegt og eiginlega ofbeldisfullt og því niðurlægjandi,“ segir Scarlett, sem er ekki par sátt við nafnbótina.

Leikkonan á von á sínu fyrsta barni með blaðamanninum Romain Dauriac, en þungunin heldur henni ekki frá störfum sínum þar sem hún leikur í stórmyndunum Captain America: The Winter Soldier og Under the Skin sem koma báðar út í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.