Lífið

Hannar föt sem hann vill sjá konur í

afslappaður
adam levine segir mikilvægt að ofhugsa ekki fataval sitt.
afslappaður adam levine segir mikilvægt að ofhugsa ekki fataval sitt.
Tónlistarmaðurinn Adam Levine var að gefa út sína fyrstu fatalínu en hann segist hanna föt út frá því hverju hann vill persónulega sjá konur klæðast. Levine er líklega þekktastur fyrir söng sinn í hljómsveitinni Maroon 5 en hann gefur konum það ráð að ofhugsa ekki fataval sitt.

„Mín skoðun er að stíll hvers og eins eigi að vera afslappaður,“ segir Levine. „Mikilvægast er að ofhugsa ekki.“

Sjálfur segir Levine Leðurblökumanninn vera sína tískufyrirmynd, þá sérstaklega þann sem Christian Bale lék í nýlegum myndum um ofurhetjuna. Áhugasamir geta nálgast fatalínu tónlistarmannsins í útibúum verslunarkeðjunnar Kmart á góðu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.